LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum 10. febrúar 2007 18:45 Það vilja allir spila með sama liði og David Beckham. MYND/AFP Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira