Meistaradeildin: United og Arsenal áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2007 21:43 Leikmenn United fagna marki Gerard Pique í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og urðu Manchester United og Arsenal fyrstu liðin sem tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Barcelona er mjög nálægt sæti í 16-liða úrslitum eftir sigur á Glasgow Rangers. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Andres Iniesta í kvöld en ekki mikið markvert gerðist þær 20 mínútur sem hann var inn á vellinum. Arsenal vann síðast lið Slavia Prag með sjö mörkum gegn engu en „varalið" Arsenal gerði markalaust jafntefli í Tékklandi í kvöld. Sigur hefði fleytt liðinu áfram í 16-liða úrslit. Stuttgart, Steaua Búkarest og Dynamo Kiev eru enn án stiga í keppninni eftir að hafa tapað sínum leikjum í kvöld. Thierry Henry horfir á eftir boltanum eftir baráttu við Alan Hutton, leikmann Rangers.Nordic Photos / Getty Images E-riðill: Barcelona - Rangers 2-0 Snemma var ljóst í hvað stefndi. Barcelona tók frumkvæðið í leiknum strax á fyrstu mínútu og á sjöttu mínútu kom fyrsta markið. Ronaldinho gaf boltann fyrir og Lionel Messi skallaði fyrir markið. Þá kom Thierry Henry á fleygiferð og kom boltanum yfir línuna, sennilega með hendinni. En markið var dæmt gott og gilt. Rangers reyndu að sækja en var lítt ágengt á vallarhelmingi Börsunga.Lionel Messi skoraði svo annað mark Börsunga eftir að hann fylgdi eftir skoti Ronaldinho sem var varið. Glæsileg sókn hjá Börsungum eins og liðið hefur svo oft áður sýnt. Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Andrés Iniesta en hann hafði snemma í síðari hálfleik fengið högg á vinstra hnéð. Rangers átti skæaðari sóknir á lokakaflanum en ógnuðu þó aldrei forystu Börsunga að einhverju ráði. Eiður Smári fékk ekki úr miklu að moða en leikurinn var nánast búinn þegar hann kom inn á. Barcelona er ekki enn komið áfram en þarf afar lítið til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Thomas Hitzlsperger er gáttaður á 4-2 tapi Stuttgart fyrir Lyon í kvöld.Nordic Photos / Bongarts Lyon - Stuttgart 4-2 Bæði liðin þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að eiga enn von um að komast áfram upp úr riðlinum. Þeir frönsku byrjuðu betur en Hatem Ben Arfa kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu.Kim Källstrom bætti um betur á fimmtándu mínútu en aðeins mínútu síðar minnkuðu Þjóðverjarnir muninn. Remy Vercoutre, markvörður Lyon, gerði sig sekan um slæm mistök er hann hélt ekki skoti Thomas Hitzlsperger langt utan af velli. Mario Gomez hirti frákastið og skoraði fyrir Stuttgart.Ben Arfa skoraði þriðja mark Lyon á 37. mínútu eftir sendingu Sidney Govou og þannig stóðu leikar í hálfleik. Gomez minnkaði þó muninn aftur í eitt mark á 56. mínútu og skömmu síðar fékk Hitzlsperger gullið tækifæri til að jafna metin. Stuttgart fékk vítaspyrnu en hann brenndi af. Vítaspyrnudómurinn var reyndar afar vafasamur en Vercoutre, markvörður Lyon, gerði vel og varði skot Hitzlsperger. En sigur Lyon var svo gulltryggður er Juninho skoraði fjórða mark Lyon á lokamínútu leiksins eftir góðan undirbúning Francios Clerc. Fyrir vikið er Stuttgart enn stigalaust í keppninni og Lyon á enn góðan möguleika til að komast áfram í keppninni. Staðan í E-riðli: 1. Barcelona - 10 stig (markatala: 7-0) 2. Rangers - 7 (5-3) 3. Lyon - 6 (6-8) 4. Stuttgart - 0 (3-10) F-riðill: Sporting - Roma 2-2 Manchester United þurfti að ná betri úrslitum en Sporting til að komast áfram í 16-liða úrslit og voru það því góð tíðindi þegar Marco Casetti kom Rómverjum yfir snemma leiks. En Liedson jafnaði metin fyrir Sporting á 22. mínútu og bætti svo um betur á 64. mínútu. Það reyndist þó ekki sigurmark leiksins því David Pizarro skoraði jöfnunarmark Rómverja á 89. mínútu og tryggði þar með sæti United í 16-liða úrslitunum.Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld með Louis Saha og Nani, til hægri.Nordic Photos / Getty ImagesManchester United - Dynamo Kiev 4-0 Þó nokkrar breytingar voru á liði United frá síðasta leik. Rio Ferdinand var hvíldur og Gerard Pique tók hans stað í vörninni. Þá kom Danny Simpson í byrjunarliðið í stað Wes Brown, Michael Carrick fyrir Owen Hargreaves, Nani fyrir Ryan Giggs og Darren Fletcher fyrir Anderson. United byrjaði betur í leiknum og Ronaldo og Tevez ógnuðu marki úkraínska liðsins snemma leiks. En það var varnarmaðurinn Pique sem þakkaði fyrir sig og skoraði fyrsta mark United með laglegum skalla. Michael Carrick skallaði að marki eftir hornspyrnu Cristiano Ronaldo en boltinn fór af Tevez og fyrir Pique sem skilaði knettinum örugglega í netið.Tevez bætti um betur skömmu síðar og var markið glæsilegt. Hann fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi, stormaði upp völlinn og eftir laglegt samspil við Wayne Rooney skilaði hann knettinum í netið. Edwin van der Sar, markvörður United, meiddist í leiknum og kom Tomasz Kuszczak inn á í hans stað.Wayne Rooney skoraði svo þriðja mark United á 76. mínútu og Cristiano Ronaldo bætti við því fjórða á 88. mínútu. Varnarleikur gestanna var ekki upp á marga fiska í kvöld en það var Nani sem lagði upp mark Rooney en mark Ronaldo kom eftir glæsilegt einkaframtak. Feykiöruggur sigur hjá United og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.Staðan í F-riðli:1. Manchester United - 12 stig (10-2) 2. Roma - 7 (6-4) 3. Sporting Lissabon - 4 (5-6) 4. Dynamo Kiev - 0 (3-12)Zlatan Ibrahimovic fagnar öðru marka sinna í kvöld ásamt liðsfélögum sínum í Inter.Nordic Photos / Getty ImagesG-riðill:Inter - CSKA Moskva 4-2 Þegar þessi lið mættust í Mosvku fyrir tveimur vikum náðu heimamenn forystunni en töpuðu leiknum á endanum. Í kvöld komst CSKA Moskva aftur yfir og í þetta sinn tveimur mörkum. Fyrst skoraði Jo á 23. mínútu og svo Vagner Love á 31. mínútu. En það entist í afar skamman tíma. Zlatan Ibrahimovic minnkaði muninn aðeins mínútu síðar og Esteban Cambiasso jafnaði svo metin á 34. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til um miðjan síðari hálfleikinn að Cambiasso skoraði öðru sinni. Til að bæta gráu á svart fyrir Rússanna skoraði Ibrahimovic fjórða mark Inter á 75. mínútu. Sagan hafði því endurtekið sig, því miður fyrir lið CSKA Moskvu.Fenerbahce - PSV Eindhoven 2-0 Colin Kazim-Richards, fyrrum leikmaður Brighton og Sheffield United, kom Tyrkjunum yfir í fyrri hálfleik og Semih Senturk bætti um betur örskömmu síðar. Þar við stóð, tvö mörk með tveggja mínútna millibili og Fenerbahce fagnaði dýrmætum sigri.Fenerbahce og Inter standa vel að vígi en eru þó enn ekki 100% örugg um að komast áfram í 16-liða úrslit.Staðan í G-riðli:1. Inter - 9 stig (8-4) 2. Fenerbahce - 8 (5-2) 3. PSV Eindhoven - 4 (2-5) 4. CSKA Moskva - 1 (6-10)H-riðill: Steaua - Sevilla 0-2Renato kom Sevilla yfir í fyrri hálfleik og bætti svo við öðru í þeim síðari. Öruggur sigur hjá Spánverjunum í Búlgaríu.Theo Walcott var ekki á skotskónum í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesSlavia - Arsenal 0-0 Arsene Wenger gerði átta breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Lassana Diarra, Alex Song, Gilberto Silva, Denilson, Abou Diaby, Theo Walcott, Eduardo og Nicklas Bendtner komu í byrjunarliðið en þeir Manuel Almunia, Gael Glichy og William Gallas héldu sætum sínum. En Arsenal hefur gengið vel í Prag þar sem leikurinn fór fram í kvöld. Arsenal hefur unnið Spart Prag þrívegis undanfarin ár, þar á meðal í haust í undankeppni Meistaradeildarinnar. Það var kalt í veðri í Prag og það hafði greinilega sín áhrif. Arsenal var heppið að það lenti ekki undir í fyrri hálfleik en Zdenek Senkerik skallaði rétt yfir markið skömmu fyrir leikhlé. Senkerik átti svo aðra ágæta tilraun í síðari hálfleik en Almunia var vel á verði.Þar við sat og ekkert mark leit dagsins ljós í Prag. Ljósi punkturinn er þó sá að Arsenal dugði eitt stig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.Staðan í H-riðli:1. Arsenal 10 stig (11-0) 2. Sevilla 9 (8-6) 3. Slavia 4 (4-12) 4. Steaua 0 (2-7) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Fleiri fréttir Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Sjá meira
Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og urðu Manchester United og Arsenal fyrstu liðin sem tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Barcelona er mjög nálægt sæti í 16-liða úrslitum eftir sigur á Glasgow Rangers. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Andres Iniesta í kvöld en ekki mikið markvert gerðist þær 20 mínútur sem hann var inn á vellinum. Arsenal vann síðast lið Slavia Prag með sjö mörkum gegn engu en „varalið" Arsenal gerði markalaust jafntefli í Tékklandi í kvöld. Sigur hefði fleytt liðinu áfram í 16-liða úrslit. Stuttgart, Steaua Búkarest og Dynamo Kiev eru enn án stiga í keppninni eftir að hafa tapað sínum leikjum í kvöld. Thierry Henry horfir á eftir boltanum eftir baráttu við Alan Hutton, leikmann Rangers.Nordic Photos / Getty Images E-riðill: Barcelona - Rangers 2-0 Snemma var ljóst í hvað stefndi. Barcelona tók frumkvæðið í leiknum strax á fyrstu mínútu og á sjöttu mínútu kom fyrsta markið. Ronaldinho gaf boltann fyrir og Lionel Messi skallaði fyrir markið. Þá kom Thierry Henry á fleygiferð og kom boltanum yfir línuna, sennilega með hendinni. En markið var dæmt gott og gilt. Rangers reyndu að sækja en var lítt ágengt á vallarhelmingi Börsunga.Lionel Messi skoraði svo annað mark Börsunga eftir að hann fylgdi eftir skoti Ronaldinho sem var varið. Glæsileg sókn hjá Börsungum eins og liðið hefur svo oft áður sýnt. Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Andrés Iniesta en hann hafði snemma í síðari hálfleik fengið högg á vinstra hnéð. Rangers átti skæaðari sóknir á lokakaflanum en ógnuðu þó aldrei forystu Börsunga að einhverju ráði. Eiður Smári fékk ekki úr miklu að moða en leikurinn var nánast búinn þegar hann kom inn á. Barcelona er ekki enn komið áfram en þarf afar lítið til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Thomas Hitzlsperger er gáttaður á 4-2 tapi Stuttgart fyrir Lyon í kvöld.Nordic Photos / Bongarts Lyon - Stuttgart 4-2 Bæði liðin þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að eiga enn von um að komast áfram upp úr riðlinum. Þeir frönsku byrjuðu betur en Hatem Ben Arfa kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu.Kim Källstrom bætti um betur á fimmtándu mínútu en aðeins mínútu síðar minnkuðu Þjóðverjarnir muninn. Remy Vercoutre, markvörður Lyon, gerði sig sekan um slæm mistök er hann hélt ekki skoti Thomas Hitzlsperger langt utan af velli. Mario Gomez hirti frákastið og skoraði fyrir Stuttgart.Ben Arfa skoraði þriðja mark Lyon á 37. mínútu eftir sendingu Sidney Govou og þannig stóðu leikar í hálfleik. Gomez minnkaði þó muninn aftur í eitt mark á 56. mínútu og skömmu síðar fékk Hitzlsperger gullið tækifæri til að jafna metin. Stuttgart fékk vítaspyrnu en hann brenndi af. Vítaspyrnudómurinn var reyndar afar vafasamur en Vercoutre, markvörður Lyon, gerði vel og varði skot Hitzlsperger. En sigur Lyon var svo gulltryggður er Juninho skoraði fjórða mark Lyon á lokamínútu leiksins eftir góðan undirbúning Francios Clerc. Fyrir vikið er Stuttgart enn stigalaust í keppninni og Lyon á enn góðan möguleika til að komast áfram í keppninni. Staðan í E-riðli: 1. Barcelona - 10 stig (markatala: 7-0) 2. Rangers - 7 (5-3) 3. Lyon - 6 (6-8) 4. Stuttgart - 0 (3-10) F-riðill: Sporting - Roma 2-2 Manchester United þurfti að ná betri úrslitum en Sporting til að komast áfram í 16-liða úrslit og voru það því góð tíðindi þegar Marco Casetti kom Rómverjum yfir snemma leiks. En Liedson jafnaði metin fyrir Sporting á 22. mínútu og bætti svo um betur á 64. mínútu. Það reyndist þó ekki sigurmark leiksins því David Pizarro skoraði jöfnunarmark Rómverja á 89. mínútu og tryggði þar með sæti United í 16-liða úrslitunum.Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld með Louis Saha og Nani, til hægri.Nordic Photos / Getty ImagesManchester United - Dynamo Kiev 4-0 Þó nokkrar breytingar voru á liði United frá síðasta leik. Rio Ferdinand var hvíldur og Gerard Pique tók hans stað í vörninni. Þá kom Danny Simpson í byrjunarliðið í stað Wes Brown, Michael Carrick fyrir Owen Hargreaves, Nani fyrir Ryan Giggs og Darren Fletcher fyrir Anderson. United byrjaði betur í leiknum og Ronaldo og Tevez ógnuðu marki úkraínska liðsins snemma leiks. En það var varnarmaðurinn Pique sem þakkaði fyrir sig og skoraði fyrsta mark United með laglegum skalla. Michael Carrick skallaði að marki eftir hornspyrnu Cristiano Ronaldo en boltinn fór af Tevez og fyrir Pique sem skilaði knettinum örugglega í netið.Tevez bætti um betur skömmu síðar og var markið glæsilegt. Hann fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi, stormaði upp völlinn og eftir laglegt samspil við Wayne Rooney skilaði hann knettinum í netið. Edwin van der Sar, markvörður United, meiddist í leiknum og kom Tomasz Kuszczak inn á í hans stað.Wayne Rooney skoraði svo þriðja mark United á 76. mínútu og Cristiano Ronaldo bætti við því fjórða á 88. mínútu. Varnarleikur gestanna var ekki upp á marga fiska í kvöld en það var Nani sem lagði upp mark Rooney en mark Ronaldo kom eftir glæsilegt einkaframtak. Feykiöruggur sigur hjá United og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.Staðan í F-riðli:1. Manchester United - 12 stig (10-2) 2. Roma - 7 (6-4) 3. Sporting Lissabon - 4 (5-6) 4. Dynamo Kiev - 0 (3-12)Zlatan Ibrahimovic fagnar öðru marka sinna í kvöld ásamt liðsfélögum sínum í Inter.Nordic Photos / Getty ImagesG-riðill:Inter - CSKA Moskva 4-2 Þegar þessi lið mættust í Mosvku fyrir tveimur vikum náðu heimamenn forystunni en töpuðu leiknum á endanum. Í kvöld komst CSKA Moskva aftur yfir og í þetta sinn tveimur mörkum. Fyrst skoraði Jo á 23. mínútu og svo Vagner Love á 31. mínútu. En það entist í afar skamman tíma. Zlatan Ibrahimovic minnkaði muninn aðeins mínútu síðar og Esteban Cambiasso jafnaði svo metin á 34. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til um miðjan síðari hálfleikinn að Cambiasso skoraði öðru sinni. Til að bæta gráu á svart fyrir Rússanna skoraði Ibrahimovic fjórða mark Inter á 75. mínútu. Sagan hafði því endurtekið sig, því miður fyrir lið CSKA Moskvu.Fenerbahce - PSV Eindhoven 2-0 Colin Kazim-Richards, fyrrum leikmaður Brighton og Sheffield United, kom Tyrkjunum yfir í fyrri hálfleik og Semih Senturk bætti um betur örskömmu síðar. Þar við stóð, tvö mörk með tveggja mínútna millibili og Fenerbahce fagnaði dýrmætum sigri.Fenerbahce og Inter standa vel að vígi en eru þó enn ekki 100% örugg um að komast áfram í 16-liða úrslit.Staðan í G-riðli:1. Inter - 9 stig (8-4) 2. Fenerbahce - 8 (5-2) 3. PSV Eindhoven - 4 (2-5) 4. CSKA Moskva - 1 (6-10)H-riðill: Steaua - Sevilla 0-2Renato kom Sevilla yfir í fyrri hálfleik og bætti svo við öðru í þeim síðari. Öruggur sigur hjá Spánverjunum í Búlgaríu.Theo Walcott var ekki á skotskónum í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesSlavia - Arsenal 0-0 Arsene Wenger gerði átta breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Lassana Diarra, Alex Song, Gilberto Silva, Denilson, Abou Diaby, Theo Walcott, Eduardo og Nicklas Bendtner komu í byrjunarliðið en þeir Manuel Almunia, Gael Glichy og William Gallas héldu sætum sínum. En Arsenal hefur gengið vel í Prag þar sem leikurinn fór fram í kvöld. Arsenal hefur unnið Spart Prag þrívegis undanfarin ár, þar á meðal í haust í undankeppni Meistaradeildarinnar. Það var kalt í veðri í Prag og það hafði greinilega sín áhrif. Arsenal var heppið að það lenti ekki undir í fyrri hálfleik en Zdenek Senkerik skallaði rétt yfir markið skömmu fyrir leikhlé. Senkerik átti svo aðra ágæta tilraun í síðari hálfleik en Almunia var vel á verði.Þar við sat og ekkert mark leit dagsins ljós í Prag. Ljósi punkturinn er þó sá að Arsenal dugði eitt stig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.Staðan í H-riðli:1. Arsenal 10 stig (11-0) 2. Sevilla 9 (8-6) 3. Slavia 4 (4-12) 4. Steaua 0 (2-7)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Fleiri fréttir Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Sjá meira