Kalmar meistari - Sundsvall féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2008 15:59 Leikmenn Kalmar fagna marki. Nordic Photos / AFP Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira