Meistaradeildin: Baráttan um toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 19:00 Evrópumeistarar Manchester United verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / AFP Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira