Meistaradeildin: Góð úrslit fyrir Liverpool 2. apríl 2008 20:31 Steven Gerrard bjó mark Liverpool til upp úr engu NordcPhotos/GettyImages Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Sjá meira
Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Sjá meira