Tilfinningaþrungin stund fyrir Grant og Lampard 30. apríl 2008 22:22 Grant kraup á kné til að minnast afa síns á helfarardaginn NordcPhotos/GettyImages Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira