Kristján Örn hlaut uppreisn æru Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2009 11:45 Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann. Segja má að Kristján Örn Sigurðsson hafi hlotið uppreisn æru í norskum fjölmiðlum um helgina eftir að hann fékk slæma útreið eftir frammistöðu sína um þarsíðustu helgi. Kristján Örn hélt sæti sínu í byrjunarliði Brann um helgina þó svo að hann hafi verið tekinn af velli í fyrstu umferð deildarinnar um þarsíðustu helgi. Þá gerði hann sig sekan um mistök sem kostaði Brann tvö mörk í 3-1 tapleik fyrir nýliðum Sandefjord. Norskir fjölmiðlar gáfu honum öllum 1 í einkunn sem er afar sjaldgæft, ef ekki einsdæmi. Brann mætti svo Noregsmeisturum Stabæk á heimavelli um helgina og gerði 1-1 jafntefli. Kristján Örn fékk ágæta dóma fyrir frammistöðuna og var ásamt Indriða Sigurðssyni, varnarmanni Lyn, með hæstu meðaleinkunn Íslendinganna í deildinni. Alls voru sjö Íslendingar í byrjunarliðum norsku úrvalsdeildarfélaganna í 2. umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. Þeir fengu einkunnir á bilinu 4-6 sem eru algengustu einkunnirnar í deildinni. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru þeir Birkir Bjarnason, Viking, Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk, auk Indriða með hæstu heildarmeðaleinkunn Íslendinganna eða 4,5. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður í liði Brann um helgina og lék þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hið sama má segja um Björn Bergmann Sigurðarson sem lék síðustu fimm mínúturnar í leik Lilleström og Viking en það var hans fyrsti leikur í norsku úrvalsdeildinni. Einkunnir Íslendinganna (Nettavisen - Aftenposten - Dagbladet): 1. Kristján Örn Sigurðssonm, Brann 5,3 í meðaleinkunn (6-6-4) 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 5,3 (5-5-6) 3. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 5 (5-5-5) 4. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4,7 (5-5-4) 5. Birkir Bjarnason, Viking 4 (4-4-4) 5. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4 (4-4-4) 5. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4 (4-4-4) Heildarmeðaleinkunn Íslendinganna: 1. Birkir Bjarnason, Viking 4,5 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 4,5 1. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4,5 4. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4,33 4. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 4,33 6. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4 7. Kristján Örn Sigurðsson, Brann 3,17 Úrslit í 2. umferð: Vålerenga - Álasund 1-1 Fredrikstad - Strömsgodset 2-0 Lilleström - Viking 1-1 Molde - Bodö/Glimt 3-1 Odd Grenland - Sandefjord 2-0 Start - Lyn 1-1 Brann - Stabæk 1-1 Tromsö - Rosenborg 2-4 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Segja má að Kristján Örn Sigurðsson hafi hlotið uppreisn æru í norskum fjölmiðlum um helgina eftir að hann fékk slæma útreið eftir frammistöðu sína um þarsíðustu helgi. Kristján Örn hélt sæti sínu í byrjunarliði Brann um helgina þó svo að hann hafi verið tekinn af velli í fyrstu umferð deildarinnar um þarsíðustu helgi. Þá gerði hann sig sekan um mistök sem kostaði Brann tvö mörk í 3-1 tapleik fyrir nýliðum Sandefjord. Norskir fjölmiðlar gáfu honum öllum 1 í einkunn sem er afar sjaldgæft, ef ekki einsdæmi. Brann mætti svo Noregsmeisturum Stabæk á heimavelli um helgina og gerði 1-1 jafntefli. Kristján Örn fékk ágæta dóma fyrir frammistöðuna og var ásamt Indriða Sigurðssyni, varnarmanni Lyn, með hæstu meðaleinkunn Íslendinganna í deildinni. Alls voru sjö Íslendingar í byrjunarliðum norsku úrvalsdeildarfélaganna í 2. umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. Þeir fengu einkunnir á bilinu 4-6 sem eru algengustu einkunnirnar í deildinni. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru þeir Birkir Bjarnason, Viking, Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk, auk Indriða með hæstu heildarmeðaleinkunn Íslendinganna eða 4,5. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður í liði Brann um helgina og lék þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hið sama má segja um Björn Bergmann Sigurðarson sem lék síðustu fimm mínúturnar í leik Lilleström og Viking en það var hans fyrsti leikur í norsku úrvalsdeildinni. Einkunnir Íslendinganna (Nettavisen - Aftenposten - Dagbladet): 1. Kristján Örn Sigurðssonm, Brann 5,3 í meðaleinkunn (6-6-4) 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 5,3 (5-5-6) 3. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 5 (5-5-5) 4. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4,7 (5-5-4) 5. Birkir Bjarnason, Viking 4 (4-4-4) 5. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4 (4-4-4) 5. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4 (4-4-4) Heildarmeðaleinkunn Íslendinganna: 1. Birkir Bjarnason, Viking 4,5 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 4,5 1. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4,5 4. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4,33 4. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 4,33 6. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4 7. Kristján Örn Sigurðsson, Brann 3,17 Úrslit í 2. umferð: Vålerenga - Álasund 1-1 Fredrikstad - Strömsgodset 2-0 Lilleström - Viking 1-1 Molde - Bodö/Glimt 3-1 Odd Grenland - Sandefjord 2-0 Start - Lyn 1-1 Brann - Stabæk 1-1 Tromsö - Rosenborg 2-4
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira