Liverpool og Chelsea unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2009 19:45 Didier Drogba fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira