Eiga meira fé en þeir koma í lóg 20. mars 2012 05:00 Arður Ákvörðun um að greiða hluthöfum arð mun ekki hafa áhrif á getu Apple til að þróa vörur segir Tim Cook, forstjóri Apple.Fréttablaðið/AP Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj Fréttir Tækni Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj
Fréttir Tækni Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira