Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð 10. júlí 2012 11:30 Við heyskap Þurrkar setja nú strik í reikninginn hjá bændum, jafnvel svo að ekki fæst vatn í vökvunarbúnaðinn.fréttablaðið/gva Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. [email protected] Fréttir Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. [email protected]
Fréttir Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira