Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 26-27 | Dramatík í Safamýri Eyþór Atli Einarsson í Safamýri skrifar 15. september 2013 17:29 Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel Íslenski handboltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel
Íslenski handboltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti