"Aulahrollur - ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni“ Ellý Ármanns skrifar 4. apríl 2014 16:00 Ásta og Atlas á leiðinni á RFF. „Aulahrollur! Ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni. Var með boðsmiða á sýningu Zisku og settist í sæti þar með 3 ára son minn (sem sagði ekki múkk og var bara mjög prúður alla sýninguna),“ skrifar Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari og einn stofnandi RFF á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún vekur athygli á því hvernig tekið var á móti íslenskum fjölmiðlum og gestum á RFF hátíðinni sem fram fór í Hörpu síðustu helgi þar sem fólk var rekið úr sætum svo framkvæmdastjóri RFF, fjölskylda og vinir gætu setið á fremsta bekk. Þá skrifar Ásta einnig eftirfarandi: „Eftir sýninguna fékk ég símtal frá fra mkvæmdarstjóra hátíðarinnar og sagði hún að Jón Ólafsson, eigandi RFF vildi ekki að ég tæki sæti á sýningunni. Hún tilgreindi ekki ástæðuna en ég las út úr þessu að það væri vegna þess að ég væri með son minn með mér, gat ekki séð aðra ástæðu. En það virðist ekki bara að fólk með börn hafi verið illa séð á fremsta bekk heldur líka íslenskir fjölmiðlar.“ „Þetta er sérstaklega skrítið þar sem salurinn var alls ekki fullur á flestum sýningunum, fullt af tómum sætum og standandi fólki, en hver tók flest öll sætin á fremsta bekk? Nú auðvitað Jón Ólafsson, eigandi RFF, og hans fjölskylda ásamt Þórey Einarsdóttur framkvæmdastjóra RFF , á meðan margir íslenskir fjölmiðlar sáu ekki sýningarnar því þeir fengu ekki sæti eða aftustu sætin. Aulahrollur aftur. Mér er svo sem sama hvort ég sit eða stend en gaman væri þó að sjá eitthvað annað en hnakka því pallurinn var ekki upphækkaður og heldur ekki sætin.“ „Ástæðan fyrir að mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt er sú að ég er einn stofnandi og fyrrverandi framkvæmdarstjóri RFF og aldrei hefði ég eða hinir stofnendurnir hent gestum burt úr sæti og tekið sæti sjálf. Við lögðum upp með að koma íslenskum hönnuðum á framfæri, hérlendis og erlendis, í gegnum íslenska og erlenda fjölmiðla. Lang-flestir íslensku hönnuðana eru eingöngu að selja á Íslandi, og umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum því mikilvæg fyrir þá, sem og fyrir greinina í heild á landinu.“ „Ég hvet framkvæmdastjóra og eigenda RFF til að sýna íslendingum/fjölmiðlum þakklæti fyrir að koma. Það að fólk skuli gefa sér tíma í að mæta, horfa á sýningarnar og birta umfjöllun er ekki sjálfgefið. Með svona hroka gæti alveg eins verið að fólk nenni ekki að mæta næst og án gesta og íslenskra fjölmiðla er sáralítill tilgangur með RFF. Þær sýningar sem ég sá voru engu að síður glæsilegar og greinilegt að gífurleg vinna og metnaður hefur verið lagður í sýningarnar.“ RFF Tengdar fréttir RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Tískufjör í Hörpu Framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi 1. apríl 2014 11:30 Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
„Aulahrollur! Ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni. Var með boðsmiða á sýningu Zisku og settist í sæti þar með 3 ára son minn (sem sagði ekki múkk og var bara mjög prúður alla sýninguna),“ skrifar Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari og einn stofnandi RFF á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún vekur athygli á því hvernig tekið var á móti íslenskum fjölmiðlum og gestum á RFF hátíðinni sem fram fór í Hörpu síðustu helgi þar sem fólk var rekið úr sætum svo framkvæmdastjóri RFF, fjölskylda og vinir gætu setið á fremsta bekk. Þá skrifar Ásta einnig eftirfarandi: „Eftir sýninguna fékk ég símtal frá fra mkvæmdarstjóra hátíðarinnar og sagði hún að Jón Ólafsson, eigandi RFF vildi ekki að ég tæki sæti á sýningunni. Hún tilgreindi ekki ástæðuna en ég las út úr þessu að það væri vegna þess að ég væri með son minn með mér, gat ekki séð aðra ástæðu. En það virðist ekki bara að fólk með börn hafi verið illa séð á fremsta bekk heldur líka íslenskir fjölmiðlar.“ „Þetta er sérstaklega skrítið þar sem salurinn var alls ekki fullur á flestum sýningunum, fullt af tómum sætum og standandi fólki, en hver tók flest öll sætin á fremsta bekk? Nú auðvitað Jón Ólafsson, eigandi RFF, og hans fjölskylda ásamt Þórey Einarsdóttur framkvæmdastjóra RFF , á meðan margir íslenskir fjölmiðlar sáu ekki sýningarnar því þeir fengu ekki sæti eða aftustu sætin. Aulahrollur aftur. Mér er svo sem sama hvort ég sit eða stend en gaman væri þó að sjá eitthvað annað en hnakka því pallurinn var ekki upphækkaður og heldur ekki sætin.“ „Ástæðan fyrir að mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt er sú að ég er einn stofnandi og fyrrverandi framkvæmdarstjóri RFF og aldrei hefði ég eða hinir stofnendurnir hent gestum burt úr sæti og tekið sæti sjálf. Við lögðum upp með að koma íslenskum hönnuðum á framfæri, hérlendis og erlendis, í gegnum íslenska og erlenda fjölmiðla. Lang-flestir íslensku hönnuðana eru eingöngu að selja á Íslandi, og umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum því mikilvæg fyrir þá, sem og fyrir greinina í heild á landinu.“ „Ég hvet framkvæmdastjóra og eigenda RFF til að sýna íslendingum/fjölmiðlum þakklæti fyrir að koma. Það að fólk skuli gefa sér tíma í að mæta, horfa á sýningarnar og birta umfjöllun er ekki sjálfgefið. Með svona hroka gæti alveg eins verið að fólk nenni ekki að mæta næst og án gesta og íslenskra fjölmiðla er sáralítill tilgangur með RFF. Þær sýningar sem ég sá voru engu að síður glæsilegar og greinilegt að gífurleg vinna og metnaður hefur verið lagður í sýningarnar.“
RFF Tengdar fréttir RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Tískufjör í Hörpu Framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi 1. apríl 2014 11:30 Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00