Lífið

Stjörnulífið: Al­þingis­kosningar, fyrsti í að­ventu og rómantík

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í liðinni viku.
Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í liðinni viku.

Það var nóg um að vera þessa helgina þar sem Alþingiskosningar og aðventan umvafði landsmenn. Kosningapartý flokkanna voru haldin víða um borgina og var því líf og fjör í Reykjavík.

Þá voru jólahlaðborð fyrirtækja, þakkagjörðarveislur, tónleikar og utanlandsferðir einnig áberandi í liðinni viku.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Kosningagleði

Eins og fór vonandi ekki fram hjá neinum voru Alþingiskosningar hér á landi um helgina og Íslendingar flykktust á kjörstað. Það sama átti við um frambjóðendur sem mættu í sínu fínasta pússi.

Jón Gnarr og Jóga settu X við C um helgina.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mætti með eiginmanni sínum Einari Bergi Ingvarssyni og dætrum þeirra tveimur á kjörstað um helgina.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra var glæsileg í ljósri dragt og kamelbrúnni kápu fyrir utan ráðhús Reykjavíkur þar sem hún setti X við D.

Helgi Ómars, áhrifavaldur og ljósmyndari, var ánæður með sinn mann, Pétur Björgvin Sveinsson sem var í framboði fyrir Viðreisn.

Fyrsti í aðventu

Fyrsti í aðventu var í gær og það eina sem ætti að vera framundan eru jólaljós, heitt kakó, skreytingar og gleði í hjörtum.

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, var vel búin á rölti um bæinn um helgina.

Skvísur í París

Teboðs-vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Birga Líf Ólafsdóttirir fögnuðu aðventunni í París þetta árið. Með þeim voru Hildur Sif Hauksdóttir og Sigríður Margrét.

Skemmtikrafturinn Eva Ruza fagnaði aðventunni að venju í gervi Trölla, eða Grinch.

Linda Pétursdóttir fegurðardrottning minnir fólk að njóta litlu augnablikana um jólin.

Sambandsafmæli

Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir matreiðslumaður fögnuðu tíu ára sambandsafmæli sínu í vikunni. Saman eiga þau þrjú börn.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir fögnuðu 22 ára sambandsafmæli sínu. Hjónin létu pússa sig saman við fallega athöfn í Dómkirkjunni þann 17. júlí 2017. 

„Heppnust í heimi“ 

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, fór í fjölskyldumyndatöku: „Hversu rík er ég? Fjögurra manna fjölskyldumyndataka í dag og mér finnst ég vera heppnust í heimi.“

Fagnar vetrinum

Móeiður Lárusdóttir áhrifavaldur þakkar fyrir gríska sumarið og tekur fagnandi á móti vetrinum.

Dagurinn hans pabba

Tónlistarkonan Sigga Beinteins minntist föður síns, Beinteins Einarsson dúklagninga- og veggfóðrunarmeistara, sem hefði orðið 92 ára í gær.

Fallegur, skítgur og þrítugur

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason varð þrítugur á dögunum.

Einu sinni er alltaf fyrst

Elísabet Gunnarsdóttir tískudrottning og athafnakona heimsótti Berlín í fyrsta skipti um helgina.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda

Aðventan nálgast óðfluga og virðast stjörnur landsins margar hverjar komnar í jólagírinn. Það var mikið líf í höfuðborginni um helgina þar sem stórtónleikar, kosningapartý, glæpasagnahátíð, afmæli og almennt fjör stóð upp úr. 

Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á feður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Tónleikahald var áberandi um helgina og má þar nefna tónleika Páls Óskar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Airwaves tónleika Emilíönu Torrini í Eldborgarsal Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.