Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 18:57 Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Sjá meira
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Sjá meira