Eyjólfur: Fengið að kíkja heim í mesta svartnættinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eyjólfur Héðinsson kemur heim um áramótin. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira