Ólafur: Þurfti að tjasla andlitinu aftur saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2015 16:30 Vísir/Getty Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira