Alfreð lánaður til Augsburg Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð Finnbogason færir sig um set frá Grikklandi til Þýskalands. vísir/getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir þýska 1. deildar liðsins FC Augsburg, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Alfreð kemur til þýska liðsins frá Olympiacos í Grikklandi þaðan sem hann var í láni frá spænska liðinu Real Sociedad. Sociedad keypti Alfreð fyrir sjö og hálfa milljón evra sumarið 2014 eftir að hann varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar, en Alfreð náði sér aldrei á strik á Spáni. Hjá Olympiacos hefur Alfreð heldur ekki fengið mikið að spila, en hann varð samt annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann tryggði Olympiacos útivallarsigur í Meistaradeildinni gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti sigur gríska liðsins á enskri grundu. Alfreð byrjaði aðeins tvo leiki fyrir Olympiacos í deildinni og kom inn af bekknum fimm sinnum, en hann var ekki í leikmannahópnum í janúarmánuði og tilkynnti félaginu að hann vildi fara. Olympiacos sagði því upp lánsamningi hans. Augsburg fær Alfreð Finnbogason á láni frá spænska félaginu út tímabilið en liðið er á mikilli uppleið eftir að hafa rokkað á milli 2. og 3. deildar í Þýskalandi um árabil. Augsburg komst upp í 1. deildina 2011 og eftir að vera í fallbaráttu fyrstu tvö tímabili hafnaði liðið í áttunda sæti 2014 og í fimmta sæti í fyrra. Þar með náði liðið í fyrsta sinn í Evrópusæti. Það er sem stendur í tólfta sæti þýsku 1. deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið illa en er nú ósigrað í síðustu sjö leikjum í deildinni; unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli. 365 fékk um áramótin sýningarréttinn á þýska boltanum og verður því hægt að sjá Alfreð í beinni útsendingu reglulega. Um næstu helgi mætir liðið Ingolstadt á útivelli en aðra helgi er komið að stórleik gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München. Augsburg er sjötta lið Alfreðs í sex löndum í atvinnumennsku. Eftir að hann varð bikar- og Íslandsmeistari með Breiðabliki hefur Alfreð spilað með Lokeren í Belgíu, Helsingborg í Svíþjóð, Heerenveen í Hollandi, Real Sociedad á Spáni og nú síðast Olympiacos í Grikklandi. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00 UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Alfreð farinn frá Olympiakos | Hafnaði tilboði úr MLS-deildinni Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að grísku meistararnir hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi við Alfreð Finnbogason en hann hefur neitað tilboði frá liði í MLS-deildinni. 30. janúar 2016 12:21 Alfreð ónotaður varamaður í áttunda sinn Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu þegar Olympiacos vann sinn fjórtánda sigur í röð í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 13. desember 2015 15:05 Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic Landsliðsframherjinn enn og aftur til umfjöllunar í skoskum miðlum. 29. desember 2015 17:22 Alfreð nú orðaður við Augsburg Gæti farið frá Grikklandi strax í janúar ef marka má fréttir grískra miðla. 30. desember 2015 10:56 Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir þýska 1. deildar liðsins FC Augsburg, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Alfreð kemur til þýska liðsins frá Olympiacos í Grikklandi þaðan sem hann var í láni frá spænska liðinu Real Sociedad. Sociedad keypti Alfreð fyrir sjö og hálfa milljón evra sumarið 2014 eftir að hann varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar, en Alfreð náði sér aldrei á strik á Spáni. Hjá Olympiacos hefur Alfreð heldur ekki fengið mikið að spila, en hann varð samt annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann tryggði Olympiacos útivallarsigur í Meistaradeildinni gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti sigur gríska liðsins á enskri grundu. Alfreð byrjaði aðeins tvo leiki fyrir Olympiacos í deildinni og kom inn af bekknum fimm sinnum, en hann var ekki í leikmannahópnum í janúarmánuði og tilkynnti félaginu að hann vildi fara. Olympiacos sagði því upp lánsamningi hans. Augsburg fær Alfreð Finnbogason á láni frá spænska félaginu út tímabilið en liðið er á mikilli uppleið eftir að hafa rokkað á milli 2. og 3. deildar í Þýskalandi um árabil. Augsburg komst upp í 1. deildina 2011 og eftir að vera í fallbaráttu fyrstu tvö tímabili hafnaði liðið í áttunda sæti 2014 og í fimmta sæti í fyrra. Þar með náði liðið í fyrsta sinn í Evrópusæti. Það er sem stendur í tólfta sæti þýsku 1. deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið illa en er nú ósigrað í síðustu sjö leikjum í deildinni; unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli. 365 fékk um áramótin sýningarréttinn á þýska boltanum og verður því hægt að sjá Alfreð í beinni útsendingu reglulega. Um næstu helgi mætir liðið Ingolstadt á útivelli en aðra helgi er komið að stórleik gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München. Augsburg er sjötta lið Alfreðs í sex löndum í atvinnumennsku. Eftir að hann varð bikar- og Íslandsmeistari með Breiðabliki hefur Alfreð spilað með Lokeren í Belgíu, Helsingborg í Svíþjóð, Heerenveen í Hollandi, Real Sociedad á Spáni og nú síðast Olympiacos í Grikklandi.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00 UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Alfreð farinn frá Olympiakos | Hafnaði tilboði úr MLS-deildinni Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að grísku meistararnir hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi við Alfreð Finnbogason en hann hefur neitað tilboði frá liði í MLS-deildinni. 30. janúar 2016 12:21 Alfreð ónotaður varamaður í áttunda sinn Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu þegar Olympiacos vann sinn fjórtánda sigur í röð í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 13. desember 2015 15:05 Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic Landsliðsframherjinn enn og aftur til umfjöllunar í skoskum miðlum. 29. desember 2015 17:22 Alfreð nú orðaður við Augsburg Gæti farið frá Grikklandi strax í janúar ef marka má fréttir grískra miðla. 30. desember 2015 10:56 Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
„Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00
UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49
Alfreð farinn frá Olympiakos | Hafnaði tilboði úr MLS-deildinni Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að grísku meistararnir hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi við Alfreð Finnbogason en hann hefur neitað tilboði frá liði í MLS-deildinni. 30. janúar 2016 12:21
Alfreð ónotaður varamaður í áttunda sinn Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu þegar Olympiacos vann sinn fjórtánda sigur í röð í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 13. desember 2015 15:05
Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic Landsliðsframherjinn enn og aftur til umfjöllunar í skoskum miðlum. 29. desember 2015 17:22
Alfreð nú orðaður við Augsburg Gæti farið frá Grikklandi strax í janúar ef marka má fréttir grískra miðla. 30. desember 2015 10:56
Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30