Aron Einar, Hafþór Júlíus og Víkingaklappið í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2016 23:09 Hafþór Júlíus og Aron Einar koma við sögu hjá Minneosta Vikings á sunnudagskvöldið. Samsett mynd/Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson verða báðir sérlegir gestir þegar NFL-liðið Minnesota Vikings vígir nýjan leikvang á sunnudagskvöld. Víkingaklappið, sem íslenska knattspyrnulandsliðið og stuðningsmenn þess gerðu heimsfrægt á EM í Frakklandi í sumar, verður þar að auki í stóru hlutverki þegar US Bank Stadium verður vígður í leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers. Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað segja hvað standi nákvæmlega til en hafa þó staðfest að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Hafþór Júlíus Björnsson sem leikur „Fjallið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, munu færa áhorfendum sérstök skilaboð á myndbandsupptökum. „Við vonumst til þess að fólk líti á upplifun sína sem ógleymanlega reynslu, hvort sem við töpum leiknum eða vinnum hann,“ sagði Bryan Harper, einn forráðamanna félagsins við bandaríska fjölmiðla. Áhorfendur munu hita upp með því að taka Víkingaklappið en að sögn Harper höfðu margir stuðningsmenn Minnesota Vikings samband við félagið og vildu taka upp klappið fyrir liðið. Harper var spurður hvort að hann teldi að félaginu tækist með þessu að endurvekja „töfra“ Íslendinganna á EM. „Við skulum sjá til,“ sagði hann.From one Viking to another, a new tradition starts Sunday. pic.twitter.com/1fDX3f0jNg— Minnesota Vikings (@Vikings) September 15, 2016 NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson verða báðir sérlegir gestir þegar NFL-liðið Minnesota Vikings vígir nýjan leikvang á sunnudagskvöld. Víkingaklappið, sem íslenska knattspyrnulandsliðið og stuðningsmenn þess gerðu heimsfrægt á EM í Frakklandi í sumar, verður þar að auki í stóru hlutverki þegar US Bank Stadium verður vígður í leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers. Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað segja hvað standi nákvæmlega til en hafa þó staðfest að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Hafþór Júlíus Björnsson sem leikur „Fjallið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, munu færa áhorfendum sérstök skilaboð á myndbandsupptökum. „Við vonumst til þess að fólk líti á upplifun sína sem ógleymanlega reynslu, hvort sem við töpum leiknum eða vinnum hann,“ sagði Bryan Harper, einn forráðamanna félagsins við bandaríska fjölmiðla. Áhorfendur munu hita upp með því að taka Víkingaklappið en að sögn Harper höfðu margir stuðningsmenn Minnesota Vikings samband við félagið og vildu taka upp klappið fyrir liðið. Harper var spurður hvort að hann teldi að félaginu tækist með þessu að endurvekja „töfra“ Íslendinganna á EM. „Við skulum sjá til,“ sagði hann.From one Viking to another, a new tradition starts Sunday. pic.twitter.com/1fDX3f0jNg— Minnesota Vikings (@Vikings) September 15, 2016
NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira