Toppslagur sem á sér engan líkan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 06:00 Red Bull Leipzig er ekki vinsælasta liðið í Þýskalandi. vísir/getty Í kvöld fer fram alvöru toppslagur í einni stærstu deild Evrópu – slagur tveggja liða sem hafa stungið af á toppi deildarinnar. En þó að liðin séu jöfn að stigum eru þau afar ólík að nánast öllu leyti. Bayern München og RB Leipzig eigast við í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku 1. deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og eru með níu stiga forystu á næstu lið. Það verður því gríðarlega mikið undir á hinum glæsilega Allianz-leikvangi í München í kvöld. Til að undirstrika hversu ólík liðin eru þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þau mætast. Slíkt er nánast óþekkt í toppslag jafn sterkrar deildar og þýsku 1. deildarinnar, þar sem lítill hópur liða hefur skipst á að vinna þýska meistaratitilinn undanfarna áratugi. Leipzig er nýliði í deildinni. Það er aðeins sjö ára gamalt en það var stofnað af eigendum orkudrykkjarisans Red Bull eftir að hann keypti keppnisrétt SSV Markranstädt í fimmtu efstu deild þýsku deildakeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að liðið rauk upp hverja deildina á fætur annarri og eftir aðeins tvö ár í 2. deildinni tryggði það sér þátttökurétt í deild þeirra bestu. Leipzig hóf tímabilið af gríðarlegum krafti og tapaði ekki fyrstu þrettán leikjum sínum, sem er met hjá nýliða og þegar liðið komst í toppsæti deildarinnar eftir elleftu umferð var það í fyrsta sinn síðan í lok ágústmánaðar 1991 að lið frá austurhluta Þýskalands trónir á toppi deildarinnar. Einna helst mætti líkja ævintýri Leipzig við enska liðið Leicester, sem varð öllum að óvörum Englandsmeistari í vor. Það virðist reyndar vera þema í nokkrum deildum Evrópu, eins og sjá má hér til hliðar.graf/fréttablaðiðÞað þarf vart að fjölyrða um sögu Bayern München, sem er langsigursælasta lið Þýskalands og í hópi allra stærstu liða Evrópu. Það er 109 árum eldra en Leipzig og aðeins eitt fjögurra liða Evrópu sem hafa unnið allar þrjár stærstu Evrópukeppnirnar. Bayern hefur þar að auki ekki tapað fyrir nýliða í sextán ár, í alls 25 leikjum. Það ætti að vera öllum ljóst að ekkert lið nær jafn skjótum frama í einni bestu deild Evrópu án þess að hafa djúpa vasa. En Carlo Ancelotti, stjóri Bayern, segir að peningar séu ekki eina ástæðan fyrir velgengni Leipzig. „Þeir hafa náð að byggja upp ungt lið sem býr yfir miklum eldmóði. Peningarnir skipta ekki öllu máli. Það skiptir máli að vera vel skipulagðir og andrúmsloftið innan félagsins þarf að vera rétt. Þessi íþrótt krefst samvinnu og af þessum ástæðum tel ég að Leipzig hafi verið að standa sig virkilega vel,“ sagði hann. Lykilmaður í velgengni Leipzig er íþróttastjórinn Ralf Rangnick, sem á langan feril að baki. „Ralf sagði fyrir nokkrum vikum að það væri allt mögulegt,“ sagði Ralph Hasenhüttl, þjálfari Leipzig. Hann lítur þó á þennan leik sem bónusviðureign og segir að það hafi til að mynda verið mikilvægara að vinna Herthu Berlín, liðið í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst og eru nú níu stig á milli liðanna. „Við viljum nýta þennan leik til að sjá hversu langt við erum komnir í að þróa okkar leik. Það þykir okkur afar spennandi. En þessi leikur mun engu breyta um áætlanir okkar fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Í kvöld fer fram alvöru toppslagur í einni stærstu deild Evrópu – slagur tveggja liða sem hafa stungið af á toppi deildarinnar. En þó að liðin séu jöfn að stigum eru þau afar ólík að nánast öllu leyti. Bayern München og RB Leipzig eigast við í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku 1. deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og eru með níu stiga forystu á næstu lið. Það verður því gríðarlega mikið undir á hinum glæsilega Allianz-leikvangi í München í kvöld. Til að undirstrika hversu ólík liðin eru þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þau mætast. Slíkt er nánast óþekkt í toppslag jafn sterkrar deildar og þýsku 1. deildarinnar, þar sem lítill hópur liða hefur skipst á að vinna þýska meistaratitilinn undanfarna áratugi. Leipzig er nýliði í deildinni. Það er aðeins sjö ára gamalt en það var stofnað af eigendum orkudrykkjarisans Red Bull eftir að hann keypti keppnisrétt SSV Markranstädt í fimmtu efstu deild þýsku deildakeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að liðið rauk upp hverja deildina á fætur annarri og eftir aðeins tvö ár í 2. deildinni tryggði það sér þátttökurétt í deild þeirra bestu. Leipzig hóf tímabilið af gríðarlegum krafti og tapaði ekki fyrstu þrettán leikjum sínum, sem er met hjá nýliða og þegar liðið komst í toppsæti deildarinnar eftir elleftu umferð var það í fyrsta sinn síðan í lok ágústmánaðar 1991 að lið frá austurhluta Þýskalands trónir á toppi deildarinnar. Einna helst mætti líkja ævintýri Leipzig við enska liðið Leicester, sem varð öllum að óvörum Englandsmeistari í vor. Það virðist reyndar vera þema í nokkrum deildum Evrópu, eins og sjá má hér til hliðar.graf/fréttablaðiðÞað þarf vart að fjölyrða um sögu Bayern München, sem er langsigursælasta lið Þýskalands og í hópi allra stærstu liða Evrópu. Það er 109 árum eldra en Leipzig og aðeins eitt fjögurra liða Evrópu sem hafa unnið allar þrjár stærstu Evrópukeppnirnar. Bayern hefur þar að auki ekki tapað fyrir nýliða í sextán ár, í alls 25 leikjum. Það ætti að vera öllum ljóst að ekkert lið nær jafn skjótum frama í einni bestu deild Evrópu án þess að hafa djúpa vasa. En Carlo Ancelotti, stjóri Bayern, segir að peningar séu ekki eina ástæðan fyrir velgengni Leipzig. „Þeir hafa náð að byggja upp ungt lið sem býr yfir miklum eldmóði. Peningarnir skipta ekki öllu máli. Það skiptir máli að vera vel skipulagðir og andrúmsloftið innan félagsins þarf að vera rétt. Þessi íþrótt krefst samvinnu og af þessum ástæðum tel ég að Leipzig hafi verið að standa sig virkilega vel,“ sagði hann. Lykilmaður í velgengni Leipzig er íþróttastjórinn Ralf Rangnick, sem á langan feril að baki. „Ralf sagði fyrir nokkrum vikum að það væri allt mögulegt,“ sagði Ralph Hasenhüttl, þjálfari Leipzig. Hann lítur þó á þennan leik sem bónusviðureign og segir að það hafi til að mynda verið mikilvægara að vinna Herthu Berlín, liðið í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst og eru nú níu stig á milli liðanna. „Við viljum nýta þennan leik til að sjá hversu langt við erum komnir í að þróa okkar leik. Það þykir okkur afar spennandi. En þessi leikur mun engu breyta um áætlanir okkar fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira