Kóreski uppvakningurinn með frábæra endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. febrúar 2017 06:59 Vísir/Getty Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45