Revis rotaði tvo menn í Pittsburgh Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2017 14:00 Revis er í frekar vondum málum. vísir/getty Einn besti og vinsælasti bakvörðurinn í NFL-deildinni, Darelle Revis, var handtekinn um síðustu helgi í Pittsburgh eftir að hafa lent í átökum við tvo menn. Revis spilar með NY Jets en er frá bæ rétt utan við Pittsburgh og spilaði með Pitt-háskólanum á sínum tíma. Hann var í heimsókn hjá fjölskyldu sinni þar og ákvað að nýta tækifærið og bregða undir sig betri fætinum. Það djamm endaði alls ekki vel. 21 árs gamall maður gekkk upp að Revis um miðja nótt og byrjaði að mynda hann með símanum sínum. Revis hélt áfram göngu sinni en maðurinn hélt í humátt eftir honum með símann á lofti. Það endaði með því að Revis tók af honum símann og reyndi að eyða myndbandinu. Þá reyndi annar ungur maður að aðstoða þann sem vildi fá símann sinn aftur. Þá kastaði Revis símanum í götuna. Upphófst þá mikið rifrildi sem endaði með því að báðir ungu mennirnir lágu rotaðir í götunni í um tíu mínútur. Þeir segjast ekki hafa rankað við sér fyrr en lögreglan mætti á svæðið. Búið er að kæra Revis fyrir rán, hryðjuverkahótanir, samsæri og líkamsárás. Það munar ekki um það. Revis er orðinn 31 árs gamall og hefur fjórum sinnum verið í stjörnuliði NFL-deildarinnar. NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Einn besti og vinsælasti bakvörðurinn í NFL-deildinni, Darelle Revis, var handtekinn um síðustu helgi í Pittsburgh eftir að hafa lent í átökum við tvo menn. Revis spilar með NY Jets en er frá bæ rétt utan við Pittsburgh og spilaði með Pitt-háskólanum á sínum tíma. Hann var í heimsókn hjá fjölskyldu sinni þar og ákvað að nýta tækifærið og bregða undir sig betri fætinum. Það djamm endaði alls ekki vel. 21 árs gamall maður gekkk upp að Revis um miðja nótt og byrjaði að mynda hann með símanum sínum. Revis hélt áfram göngu sinni en maðurinn hélt í humátt eftir honum með símann á lofti. Það endaði með því að Revis tók af honum símann og reyndi að eyða myndbandinu. Þá reyndi annar ungur maður að aðstoða þann sem vildi fá símann sinn aftur. Þá kastaði Revis símanum í götuna. Upphófst þá mikið rifrildi sem endaði með því að báðir ungu mennirnir lágu rotaðir í götunni í um tíu mínútur. Þeir segjast ekki hafa rankað við sér fyrr en lögreglan mætti á svæðið. Búið er að kæra Revis fyrir rán, hryðjuverkahótanir, samsæri og líkamsárás. Það munar ekki um það. Revis er orðinn 31 árs gamall og hefur fjórum sinnum verið í stjörnuliði NFL-deildarinnar.
NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira