Þýskaland áfram með fullt hús stiga | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. mars 2017 18:00 Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira