Margrét Lára um móðurhlutverkið: Sé ekki eftir tímanum sem ég var frá Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 11:30 Margrét Lára er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/ernir Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira