Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 13:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar Vísir/Anton Brink Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45