Leikstjórnandi Seahawks æfir með Yankees Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2018 23:30 Russ elskar að vera í búningi Yankees. vísir/ap Russell Wilson er einn hæfileikaríkasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Hann er leikstjórnandi Seattle Seahawks í NFL-deildinni og er einnig á mála hjá NY Yankees í hafnaboltadeildinni. Wilson var frábær í báðum íþróttum og hefur undanfarin ár verið samningsbundinn Texas Rangers og æft reglulega með þeim. Á dögunum var honum svo skipt til NY Yankees og hann er nú mættur til æfinga hjá félaginu. Með því rættist æskudraumur Wilson. Að fá að klæðast búningi Yankees. Hann æfði með stjörnum liðsins í gær. Þeim Giancarlo Stanton, Aaron Judge, Gary Sanchez og Greg Bird. Blaðamenn töldu heimahafnarhlaupin hjá þeim á æfingunni. Stanton leiddi með 15, Judge náði 10 og Bird 8. Wilson kom svo næstur með 6 eða einu fleira en Sanchez. „Það er langt síðan ég sló boltann en þetta þekki ég. Ég gæti ekki stigið út á körfuboltavöll, ég yrði ekki góður þar en að spila hafnabolta er eins og að hjóla. Gleymist aldrei þó svo þetta sé mjög erfið íþrótt,“ sagði Wilson glaður. „Að æfa hérna með Yankees er með því svalara sem ég hef gert. Ég reyndi að fá sama númer og ég er með í NFL-deildinni en það er upptekið. Ég hef dreymt um að vera leikmaður Yankees síðan ég var krakki. Ég horfði alltaf á þá spila. Þetta er því geggjað fyrir mig.“ Faðir Wilson, Harrison Wilson III, hélt með Yankees allt sitt líf og dreymdi um að sonurinn spilaði með Yankees. Hann féll frá árið 2010. „Ég sagði alltaf við pabba að ég yrði leikmaður Yankees einn daginn. Nú er ég hér og það er frábært.“Wilson hefur litið vel út á æfingum hjá Yankees. Sportið liggur vel fyrir honum.vísir/ap NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Russell Wilson er einn hæfileikaríkasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Hann er leikstjórnandi Seattle Seahawks í NFL-deildinni og er einnig á mála hjá NY Yankees í hafnaboltadeildinni. Wilson var frábær í báðum íþróttum og hefur undanfarin ár verið samningsbundinn Texas Rangers og æft reglulega með þeim. Á dögunum var honum svo skipt til NY Yankees og hann er nú mættur til æfinga hjá félaginu. Með því rættist æskudraumur Wilson. Að fá að klæðast búningi Yankees. Hann æfði með stjörnum liðsins í gær. Þeim Giancarlo Stanton, Aaron Judge, Gary Sanchez og Greg Bird. Blaðamenn töldu heimahafnarhlaupin hjá þeim á æfingunni. Stanton leiddi með 15, Judge náði 10 og Bird 8. Wilson kom svo næstur með 6 eða einu fleira en Sanchez. „Það er langt síðan ég sló boltann en þetta þekki ég. Ég gæti ekki stigið út á körfuboltavöll, ég yrði ekki góður þar en að spila hafnabolta er eins og að hjóla. Gleymist aldrei þó svo þetta sé mjög erfið íþrótt,“ sagði Wilson glaður. „Að æfa hérna með Yankees er með því svalara sem ég hef gert. Ég reyndi að fá sama númer og ég er með í NFL-deildinni en það er upptekið. Ég hef dreymt um að vera leikmaður Yankees síðan ég var krakki. Ég horfði alltaf á þá spila. Þetta er því geggjað fyrir mig.“ Faðir Wilson, Harrison Wilson III, hélt með Yankees allt sitt líf og dreymdi um að sonurinn spilaði með Yankees. Hann féll frá árið 2010. „Ég sagði alltaf við pabba að ég yrði leikmaður Yankees einn daginn. Nú er ég hér og það er frábært.“Wilson hefur litið vel út á æfingum hjá Yankees. Sportið liggur vel fyrir honum.vísir/ap
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira