Leikmaður Pittsburgh Steelers setti af stað herferð til að fá LeBron James í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 09:00 Gæti þetta gerst? JuJu Smith-Schuster, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, setti í gærkvöldi af stað herferð í þeim tilgangi að fá LeBron James til að hætta í körfubolta og ganga í raðir Steelers-manna í NFL. Smith-Schuster tilkynnti um herferð sína á Twitter þar sem hann sagði að LeBron væri búinn að gera allt sem hægt er að gera og vinna allt sem hægt er að vinna í NBA og því væri um að gera að skipta um íþrótt. Steelers-maðurinn sagði enn fremur að LeBron yrði talinn besti íþróttamaður allra tíma ef hann skiptir um íþrótt og vinnur NFL-deildina með Steelers-liðinu sem er eitt það besta í deildinni. Hann er að vinna með myllumerkið #LeBronToPittsburgh.Announcing my official campaign to recruit @KingJames to the Pittsburgh Steelers for the 2018 season. LeBron has done everything in the NBA. He can be the best athlete EVER if he makes the move to the NFL and wins a Super Bowl with Steeler Nation... #LeBronToPittsburgh pic.twitter.com/5VLcjIPpSO— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 6, 2018 LeBron James var ljómandi góður útherji í amerískum fótbolta þegar að hann spilaði íþróttina í menntaskóla áður en hann lagði körfuboltann fyrir sig sem var fínasta ákvörðun. Smith-Schuster laug engu þegar að hann sagði LeBron búin að vinna allt sem í boði er, en þessi ótrúlegi körfuboltamaður hefur farið átta sinnum í lokaúrslit NBA, unnið þrjá titla, þrisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna, fjórtán sinnum valinn í Stjörnuleikinn og fjórum sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Opni markaðurinn í NFL-deildinni fer brátt af stað sem er ein ástæða þess að Steelers-maðurinn er að setja þessa herferð af stað núna, en þó Cleveland sé ekki líklegasta liðið til að fara í lokaúrslitin núna er hætt við því að LeBron James verði upptekinn í NBA allavega fram í maí. NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
JuJu Smith-Schuster, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, setti í gærkvöldi af stað herferð í þeim tilgangi að fá LeBron James til að hætta í körfubolta og ganga í raðir Steelers-manna í NFL. Smith-Schuster tilkynnti um herferð sína á Twitter þar sem hann sagði að LeBron væri búinn að gera allt sem hægt er að gera og vinna allt sem hægt er að vinna í NBA og því væri um að gera að skipta um íþrótt. Steelers-maðurinn sagði enn fremur að LeBron yrði talinn besti íþróttamaður allra tíma ef hann skiptir um íþrótt og vinnur NFL-deildina með Steelers-liðinu sem er eitt það besta í deildinni. Hann er að vinna með myllumerkið #LeBronToPittsburgh.Announcing my official campaign to recruit @KingJames to the Pittsburgh Steelers for the 2018 season. LeBron has done everything in the NBA. He can be the best athlete EVER if he makes the move to the NFL and wins a Super Bowl with Steeler Nation... #LeBronToPittsburgh pic.twitter.com/5VLcjIPpSO— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 6, 2018 LeBron James var ljómandi góður útherji í amerískum fótbolta þegar að hann spilaði íþróttina í menntaskóla áður en hann lagði körfuboltann fyrir sig sem var fínasta ákvörðun. Smith-Schuster laug engu þegar að hann sagði LeBron búin að vinna allt sem í boði er, en þessi ótrúlegi körfuboltamaður hefur farið átta sinnum í lokaúrslit NBA, unnið þrjá titla, þrisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna, fjórtán sinnum valinn í Stjörnuleikinn og fjórum sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Opni markaðurinn í NFL-deildinni fer brátt af stað sem er ein ástæða þess að Steelers-maðurinn er að setja þessa herferð af stað núna, en þó Cleveland sé ekki líklegasta liðið til að fara í lokaúrslitin núna er hætt við því að LeBron James verði upptekinn í NBA allavega fram í maí.
NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira