Cousins sá launahæsti í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 23:15 Það verður spennandi að fylgjast með Cousins í Minnesota. vísir/getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins. NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins.
NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira