DV ehf. gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2018 13:15 Miklar deilur sköpuðust meðal hluthafa í DV árið 2014. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður var fulltrúi annars hópsins en þeir Reynir Traustason, stór hluthafi og þáverandi ritstjóri DV, voru ekki á eitt sáttir. Vísir/Anton Brink DV ehf., sem hélt utan um rekstur samnefnds dagblaðs og vefs lengi vel, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þrotabú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. mars síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að Kristján B. Thorlacius lögmaður hafi verið skipaður skiptastjóri í bú DV ehf. Er skorað á alla sem telja sig eiga skuldir eða önnur réttindi hjá búinu að lýsa þeim kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða. Engar skráðar fasteignir eru á hlutafélaginu DV ehf. og útgáfurétturinn var seldur Frjálsri fjölmiðlun í september 2017. Fátt bendir því til þess að kröfuhafar hafi í miklar eignir að sækja eins og sakir standa.Stofnað 2010 Hlutafélagið DV ehf. var stofnað í mars 2010 og var að stærstum hluta í eigu Lilju Skaftadóttur listaverkasala og Reynis Traustasonar. Félagið DV ehf. keypti DV og DV.is af Hreini Loftssyni og Birtíngi hf. Kom fram í tilkynningu að starfsmönnum yrði gefinn kostur á að eignast hlut í blaðinu. Í tilkynningu kom fram að lögð yrði áhersla á „að takmarka áhrif eigendavalds á DV“ og enginn einn hluthafi gæti haft meira en 26 prósent atkvæða, óháð hlutafjáreign sinni.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, keypti óvænt hlut í DV en hann var orðinn langþreyttur á fréttaflutningi af sér og sínum.Vísir/GVARekstur DV gekk brösulega en árið 2012 kom fram að DV hefði verið rekið með 136 milljóna króna tapi árin tvö frá stofnun. Var DV í mikilli skuld við Tollstjóra vegna vangoldinna skatta. Var hlutafé í félaginu aukið í ársbyrjun 2013 um 40 milljónir króna sem átti að fara í að greiða opinber gjöld. „Það er orðið alveg ljóst núna að DV mun ganga alveg frá skuld við Tollstjóra á næstu þremur til fjórum vikum,“ sagði Ólafur Magnússon, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Vísi. Árið 2014 fóru að heyrast áhyggjuraddir frá starfsfólki DV vegna yfirvofandi yfirtöku á félaginu. Fór svo að Björn Leifsson, oft kenndur við Laugar, keypti 4,42 prósenta hlut í DV ehf. „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi,“ sagði Björn við það tilefni.Jón Trausti Reyniss, Heiða B. Heiðarsdóttir og Reynir Traustason létu af störfum hjá DV eftir harðar deilur hluthafa árið 2014.visir/gvaÍ framhaldinu fóru í hönd miklar breytingar hjá DV þar sem Hallgrímur Thorsteinsson tók við sem ritstjóri af Reyni Traustasyni. Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri lét af störfum og sömuleiðis Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem gegnt hafði stöðu aðstoðarritstjóra. Þorsteinn Guðnason, þáverandi stjórnarformaður, keypti hlut Björns Leifssonar og í framhaldinu var Steinn Kári Ragnarsson ráðinn framkvæmdastjóri DV í október 2014. Fljótlega fóru í hönd viðræður Vefpressunnar við DV sem lauk með kaupum Björns Inga Hrafnssonar og Vefpressunnar á DV í desember 2014. Varð Björn Ingi nýr stjórnarformaður DV.Eggert Skúlason tók við ristjórn DV og gegndi stöðunni í eitt og hálft ár.vísir/gvaÍ framhaldinu voru Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir ráðnir nýir ritstjórar DV. Lét Eggert framkvæma athugun á stöðu mála hjá DV og var gefin út skýrsla sem starfsfólk DV var afar ósátt við. Í ársbyrjun 2016 kom í ljós að tap DV árið 2014 hefði numið 124 milljónum króna. Ekki er að sjá að DV ehf. hafi skilað ársreikningi síðan.Hálfu ári síðar hætti Eggert í starfi ritstjóra. Í mars 2017 krafðist VR þess að DV færi í þrot vegna vangoldinna launa. Í apríl 2017 komu nýir hluthafar inn í Vefpressuna og Björn Ingi hætti sem stjórnarformaður. Gunnlaugur Árnason átti að taka við stöðu stjórnarformanns en hætti við þegar hann hafði kynnt sér fjárhagsstöðu félagsins. Átti að auka hlutafé um 300 milljónir en meðal þeirra sem áttu að leggja til fé voru fjárfestarnir Árni Harðarson og Róbert Wessman gegnum félag sitt Dalinn. Síðan hafa staðið miklar deilur Dalsmanna svonefndra og Björns Inga þar sem hver höndin hefur verið uppi á móti annarri. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður keypti DV, Pressuna og fleiri miðla haustið 2017 og eru miðlarnir reknir undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar. Frjáls fjölmiðlun fékk um leið útgáfurétt DV ehf sem og Pressunnar sem var úrskurðuð gjaldþrota í desember.Uppfært Fréttin uppfærð eftir að Gunnlaugur Árnason skýrði Vísi frá því að hann hefði aldrei tekið við stjórnarformennsku hjá DV ehf. „Við nánari athugun á fjármálum samstæðunnar kom í ljós að staðan var töluvert verri en á horfðist í fyrstu og þess vegna samþykkti ég ekki að taka að mér stjórnarformennskuna,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
DV ehf., sem hélt utan um rekstur samnefnds dagblaðs og vefs lengi vel, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þrotabú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. mars síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að Kristján B. Thorlacius lögmaður hafi verið skipaður skiptastjóri í bú DV ehf. Er skorað á alla sem telja sig eiga skuldir eða önnur réttindi hjá búinu að lýsa þeim kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða. Engar skráðar fasteignir eru á hlutafélaginu DV ehf. og útgáfurétturinn var seldur Frjálsri fjölmiðlun í september 2017. Fátt bendir því til þess að kröfuhafar hafi í miklar eignir að sækja eins og sakir standa.Stofnað 2010 Hlutafélagið DV ehf. var stofnað í mars 2010 og var að stærstum hluta í eigu Lilju Skaftadóttur listaverkasala og Reynis Traustasonar. Félagið DV ehf. keypti DV og DV.is af Hreini Loftssyni og Birtíngi hf. Kom fram í tilkynningu að starfsmönnum yrði gefinn kostur á að eignast hlut í blaðinu. Í tilkynningu kom fram að lögð yrði áhersla á „að takmarka áhrif eigendavalds á DV“ og enginn einn hluthafi gæti haft meira en 26 prósent atkvæða, óháð hlutafjáreign sinni.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, keypti óvænt hlut í DV en hann var orðinn langþreyttur á fréttaflutningi af sér og sínum.Vísir/GVARekstur DV gekk brösulega en árið 2012 kom fram að DV hefði verið rekið með 136 milljóna króna tapi árin tvö frá stofnun. Var DV í mikilli skuld við Tollstjóra vegna vangoldinna skatta. Var hlutafé í félaginu aukið í ársbyrjun 2013 um 40 milljónir króna sem átti að fara í að greiða opinber gjöld. „Það er orðið alveg ljóst núna að DV mun ganga alveg frá skuld við Tollstjóra á næstu þremur til fjórum vikum,“ sagði Ólafur Magnússon, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Vísi. Árið 2014 fóru að heyrast áhyggjuraddir frá starfsfólki DV vegna yfirvofandi yfirtöku á félaginu. Fór svo að Björn Leifsson, oft kenndur við Laugar, keypti 4,42 prósenta hlut í DV ehf. „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi,“ sagði Björn við það tilefni.Jón Trausti Reyniss, Heiða B. Heiðarsdóttir og Reynir Traustason létu af störfum hjá DV eftir harðar deilur hluthafa árið 2014.visir/gvaÍ framhaldinu fóru í hönd miklar breytingar hjá DV þar sem Hallgrímur Thorsteinsson tók við sem ritstjóri af Reyni Traustasyni. Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri lét af störfum og sömuleiðis Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem gegnt hafði stöðu aðstoðarritstjóra. Þorsteinn Guðnason, þáverandi stjórnarformaður, keypti hlut Björns Leifssonar og í framhaldinu var Steinn Kári Ragnarsson ráðinn framkvæmdastjóri DV í október 2014. Fljótlega fóru í hönd viðræður Vefpressunnar við DV sem lauk með kaupum Björns Inga Hrafnssonar og Vefpressunnar á DV í desember 2014. Varð Björn Ingi nýr stjórnarformaður DV.Eggert Skúlason tók við ristjórn DV og gegndi stöðunni í eitt og hálft ár.vísir/gvaÍ framhaldinu voru Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir ráðnir nýir ritstjórar DV. Lét Eggert framkvæma athugun á stöðu mála hjá DV og var gefin út skýrsla sem starfsfólk DV var afar ósátt við. Í ársbyrjun 2016 kom í ljós að tap DV árið 2014 hefði numið 124 milljónum króna. Ekki er að sjá að DV ehf. hafi skilað ársreikningi síðan.Hálfu ári síðar hætti Eggert í starfi ritstjóra. Í mars 2017 krafðist VR þess að DV færi í þrot vegna vangoldinna launa. Í apríl 2017 komu nýir hluthafar inn í Vefpressuna og Björn Ingi hætti sem stjórnarformaður. Gunnlaugur Árnason átti að taka við stöðu stjórnarformanns en hætti við þegar hann hafði kynnt sér fjárhagsstöðu félagsins. Átti að auka hlutafé um 300 milljónir en meðal þeirra sem áttu að leggja til fé voru fjárfestarnir Árni Harðarson og Róbert Wessman gegnum félag sitt Dalinn. Síðan hafa staðið miklar deilur Dalsmanna svonefndra og Björns Inga þar sem hver höndin hefur verið uppi á móti annarri. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður keypti DV, Pressuna og fleiri miðla haustið 2017 og eru miðlarnir reknir undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar. Frjáls fjölmiðlun fékk um leið útgáfurétt DV ehf sem og Pressunnar sem var úrskurðuð gjaldþrota í desember.Uppfært Fréttin uppfærð eftir að Gunnlaugur Árnason skýrði Vísi frá því að hann hefði aldrei tekið við stjórnarformennsku hjá DV ehf. „Við nánari athugun á fjármálum samstæðunnar kom í ljós að staðan var töluvert verri en á horfðist í fyrstu og þess vegna samþykkti ég ekki að taka að mér stjórnarformennskuna,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi.
Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira