Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty „Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
„Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira