Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:35 Mikill fjöldi ökumanna var samankomin á bílastæði BYKO við lítinn fögnuð nágranna. Vísir Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar. Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar.
Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira