Fasteignaviðskipti í júní mun færri en í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 09:56 Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga. Húsnæðismál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga.
Húsnæðismál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira