Tíu leikmenn sem vert er að fylgjast með í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2020 07:00 Þessir þrír eru allir á listanum. Vísir/The Athletic Þar sem Meistaradeild Evrópu fer aftur af stað í kvöld með tveimur leikjum þá er um að gera að fara yfir hvaða leikmenn gætu látið ljós sitt skína í komandi leikjum. Þeir James Horncastle, Dermot Corrigan, Raphael Honigstein og Jack Lang hjá vefmiðlinum The Athletic völdu tíu leikmenn sem vert er að fylgjast með. Riqui Puig [Barcelona] Sérfræðingar The Athletic eru sannfærðir að Puig verði á miðju Barcelona er liðið mætir Napoli í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Ekki að ástæðulausu en bæði Sergio Busquets og Arturo Vidal eru í leikbanni. Ernesto Valverde – fyrrum þjálfari Börsunga – hafði engan áhuga á að spila Puig þó svo að hann hefði allt til brunns að bera. Hefur honum verið líkt við bæði Andrés Iniesta og Xavi – goðsagnir hjá félaginu. Quique Setien – núverandi þjálfari Barcelona – verður eflaust ekki mikið lengur í starfi en hann virðist þó hafa gefið Puig traustið. Mögulega heldur það honum lengur í starfi ef Puig lætur ljós sitt skína gegn Napoli. Lionel Messi er sáttur með Riqui Puig.Vísir/The Athletic Papu Gomez [Atalanta] Hinn 32 ára gamli Papu Gomez er holdgervingur hins stórskemmtilega Atalanta-liðs sem skoraði 98 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Mest allra liða í deildinni síðan árið 1952. Papu skapaði 102 færi fyrir samherja sína í deildinni og hefur lagt upp tíu mörk eða fleiri á hverju af síðustu fjórum tímabilum. Hann er fyrirliði Atlanta og var gerður að heiðursborgara borgarinnar Bergamo í desember á síðasta ári. Hann segir að Atalanta-liðið vilji gefa fólkinu í Bergamo ástæðu til að gleðjast eftir allan þann harmleik sem hefur gengið þar yfir en borgin er staðsett á því svæði Ítalíu sem kom hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Atalanta mætir Paris Saint-Germain á miðvikudaginn kemur í 8-liða úrslitum og stefnir í bráðskemmtilegan leik. David Alaba [Bayern Munich] David Alaba þarf vart að kynna. Magnaður fótboltamaður sem við Íslendingar kynntumst vel er Ísland mætti Austurríki á EM 2016. Hinn 28 ára gamli Alaba var oftar en ekki vinstri bakvörður hjá Bayern þegar Pep Guardiola var þar. Var alltaf sagt að hann væri of góður í fótbolta til að spila bakvörð en samt sem áður hafði Pep hann þar. Með landsliðinu var hann svo oftar en ekki sóknarsinnaður miðjumaður. Það kom því smá á óvart þegar hann fór að spila í stöðu miðvarðar hjá Bayern í vetur. Eitthvað sem hefur ekki alveg fengið þá athygli sem það á skilið. Hann stýrir liðinu eins og herforingi úr öftustu línu, eitthvað sem hefur ekki oft verið tengt við Alaba í gegnum árin enda talinn mjög feiminn að eðlisfari. Það á eftir að koma í ljós hvort Alaba verði á sínum stað eður ei á laugardag þegar Bayern mætir Chelsea en Þýskalandsmeistararnir eru með þægilega 3-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alaba í góðra vina hópi.Robert Michael/Getty Images Christopher Nkunku [RB Leipzig] Hinn fjölhæfi Christopher Nkunku hefur slegið í gegn hjá RB Leipzig. Hann lagði upp fimmtán mörk og skoraði önnur fimm í liði Leipzig á nýafstaðinni leiktíð. Nkunku getur spilað að því virðist hvar sem er á vellinum og til þess að halda honum þá gaf Leipzig honum fimm ára samning nýverið. Þar sem Timo Werner er farinn til Chelsea gæti verið að Nkunku fái það verkefni að brjóta niður varnarmúr Atletico Madrid en liðin mætast í 8-liða úrslitum á fimmtudaginn eftir viku. Marco Asensio [Real Madrid] Marco Asensio hefur verið einn besti leikmaður síðustu vikna eða síðan Evrópuboltinn fór aftur af stað eftir Covid-pásuna. Nú er bara spurning hvort hann geti tekið gott gengi sitt úr spænsku úrvalsdeildinni og fært það yfir á Meistaradeildina. Asensio sleit krossbönd í hné síðasta júlí en virðist hafa náð sér að fullu. Hann getur vart hætta að skora og er þessi 24 ára leikmaður stór ástæða þess að Zinedine Zidane – þjálfari Real – er einfaldlega búinn að gefast upp á Gareth Bale. Eftir að hafa skorað fjórða markið í 4-1 sigri Real á Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir þremur árum töldum margir að Asensio myndi skjótast hratt upp á stjörnuhimininn. Hann hefur ekki alveg náð þeim hæðum enn en frammistöður hans undanfarnar vikur hafa sýnt hversu megnugur hann er. Nú þarf hann bara að viðhalda því formi. Asensio hefur verið frábær undanfarnar vikur.Oscar J. Barroso/Getty Images Renan Lodi [Atletico Madrid] Það tók Renan Lodi smá tíma að finna taktinn í vinstri bakverðinum hjá Atletico Madrid. Hann er skapstór og safnar spjöldum en ef einhver þjálfari skilur menn sem safna spjöldum þá er það Diego Simeone. Simeone þurfti að sannfæra Lodi um að hann ætti framtíð hjá félaginu eftir erfiða byrjun. Þó vinstri bakvörðurinn hafi verið upp og niður það sem af er tímabili er ljóst að þarna er öflugur leikmaður á ferðinni sem á bara eftir að verða betri. Hann sýndi svo endanlega hvað í honum býr er Atletico Madrid sló ríkjandi Evrópumeistara Liverpool úr keppni. Lodi verður því á sínum stað er Atletico mætir Leipzig. Renan Lodi hefur komið skemmtilega á óvart eftir hörmulega byrjun hjá Atletico Madrid.Diego Souto/Getty Images Bruno Guimaraes [Lyon] Hinn 22 ára gamli Bruno Guimaraes gekk í raðir Lyon í janúar á þessu ári. Hann kom frá Athletico Paranaense í Brasilíu. Fyrsti leikurinn hans í Meistaradeildinni var 1-0 sigur Lyon á Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Frammistaða hans var með hreinum ólíkindum en það leit út fyrir að hann hefði spilað gegn liðum eins og Juventus allt sitt líf. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Bruno spilar er Lyon mætir Juventus í kvöld. Ef hann spilar álíka vel og í fyrri leiknum er ljóst að það mun reynast Lyon erfitt að halda leikmanninum mikið lengur en Barcelona er nú þegar farið að bera víurnar í hann. 17 days, 11 games. The Champions League is back! #UCLWhich players could prove pivotal in this winner-takes-all feast of football? @JamesHorncastle @dermotmcorrigan @honigstein & @jacklang have picked 10 under-the-radar players to watch out for.https://t.co/1uWESit4Zh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 6, 2020 Í lokin eru þrjár þekktar stærðir nefndar. Mauro Icard [Paris Saint-Germain], Dries Mertens [Napoli] og Matthijs de Ligt [Juventus]. Icardi er að finna sig vel hjá París og getur vart hætt að skora. Hinn 33 ára gamli Mertens er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli og eðlilega enda einn albesti leikmaður í sögu félagsins. Þá hefur De Ligt fundið fjöl sína hjá Juventus og verið frábær undanfarnar vikur en hann átti erfitt uppdráttar eftir að hann kom frá Ajax síðasta sumar. Hann er aðeins tvítugur og verður eflaust einn besti varnarmaður heims næsta áratuginn eða svo. Ekki missa af Meistaradeild Evrópu en hún fer aftur af stað með tveimur leikjum í kvöld sem eru að sjálfsögðu sýndi beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þá eru Meistaradeildarmörkin einnig á dagskrá. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Þar sem Meistaradeild Evrópu fer aftur af stað í kvöld með tveimur leikjum þá er um að gera að fara yfir hvaða leikmenn gætu látið ljós sitt skína í komandi leikjum. Þeir James Horncastle, Dermot Corrigan, Raphael Honigstein og Jack Lang hjá vefmiðlinum The Athletic völdu tíu leikmenn sem vert er að fylgjast með. Riqui Puig [Barcelona] Sérfræðingar The Athletic eru sannfærðir að Puig verði á miðju Barcelona er liðið mætir Napoli í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Ekki að ástæðulausu en bæði Sergio Busquets og Arturo Vidal eru í leikbanni. Ernesto Valverde – fyrrum þjálfari Börsunga – hafði engan áhuga á að spila Puig þó svo að hann hefði allt til brunns að bera. Hefur honum verið líkt við bæði Andrés Iniesta og Xavi – goðsagnir hjá félaginu. Quique Setien – núverandi þjálfari Barcelona – verður eflaust ekki mikið lengur í starfi en hann virðist þó hafa gefið Puig traustið. Mögulega heldur það honum lengur í starfi ef Puig lætur ljós sitt skína gegn Napoli. Lionel Messi er sáttur með Riqui Puig.Vísir/The Athletic Papu Gomez [Atalanta] Hinn 32 ára gamli Papu Gomez er holdgervingur hins stórskemmtilega Atalanta-liðs sem skoraði 98 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Mest allra liða í deildinni síðan árið 1952. Papu skapaði 102 færi fyrir samherja sína í deildinni og hefur lagt upp tíu mörk eða fleiri á hverju af síðustu fjórum tímabilum. Hann er fyrirliði Atlanta og var gerður að heiðursborgara borgarinnar Bergamo í desember á síðasta ári. Hann segir að Atalanta-liðið vilji gefa fólkinu í Bergamo ástæðu til að gleðjast eftir allan þann harmleik sem hefur gengið þar yfir en borgin er staðsett á því svæði Ítalíu sem kom hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Atalanta mætir Paris Saint-Germain á miðvikudaginn kemur í 8-liða úrslitum og stefnir í bráðskemmtilegan leik. David Alaba [Bayern Munich] David Alaba þarf vart að kynna. Magnaður fótboltamaður sem við Íslendingar kynntumst vel er Ísland mætti Austurríki á EM 2016. Hinn 28 ára gamli Alaba var oftar en ekki vinstri bakvörður hjá Bayern þegar Pep Guardiola var þar. Var alltaf sagt að hann væri of góður í fótbolta til að spila bakvörð en samt sem áður hafði Pep hann þar. Með landsliðinu var hann svo oftar en ekki sóknarsinnaður miðjumaður. Það kom því smá á óvart þegar hann fór að spila í stöðu miðvarðar hjá Bayern í vetur. Eitthvað sem hefur ekki alveg fengið þá athygli sem það á skilið. Hann stýrir liðinu eins og herforingi úr öftustu línu, eitthvað sem hefur ekki oft verið tengt við Alaba í gegnum árin enda talinn mjög feiminn að eðlisfari. Það á eftir að koma í ljós hvort Alaba verði á sínum stað eður ei á laugardag þegar Bayern mætir Chelsea en Þýskalandsmeistararnir eru með þægilega 3-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alaba í góðra vina hópi.Robert Michael/Getty Images Christopher Nkunku [RB Leipzig] Hinn fjölhæfi Christopher Nkunku hefur slegið í gegn hjá RB Leipzig. Hann lagði upp fimmtán mörk og skoraði önnur fimm í liði Leipzig á nýafstaðinni leiktíð. Nkunku getur spilað að því virðist hvar sem er á vellinum og til þess að halda honum þá gaf Leipzig honum fimm ára samning nýverið. Þar sem Timo Werner er farinn til Chelsea gæti verið að Nkunku fái það verkefni að brjóta niður varnarmúr Atletico Madrid en liðin mætast í 8-liða úrslitum á fimmtudaginn eftir viku. Marco Asensio [Real Madrid] Marco Asensio hefur verið einn besti leikmaður síðustu vikna eða síðan Evrópuboltinn fór aftur af stað eftir Covid-pásuna. Nú er bara spurning hvort hann geti tekið gott gengi sitt úr spænsku úrvalsdeildinni og fært það yfir á Meistaradeildina. Asensio sleit krossbönd í hné síðasta júlí en virðist hafa náð sér að fullu. Hann getur vart hætta að skora og er þessi 24 ára leikmaður stór ástæða þess að Zinedine Zidane – þjálfari Real – er einfaldlega búinn að gefast upp á Gareth Bale. Eftir að hafa skorað fjórða markið í 4-1 sigri Real á Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir þremur árum töldum margir að Asensio myndi skjótast hratt upp á stjörnuhimininn. Hann hefur ekki alveg náð þeim hæðum enn en frammistöður hans undanfarnar vikur hafa sýnt hversu megnugur hann er. Nú þarf hann bara að viðhalda því formi. Asensio hefur verið frábær undanfarnar vikur.Oscar J. Barroso/Getty Images Renan Lodi [Atletico Madrid] Það tók Renan Lodi smá tíma að finna taktinn í vinstri bakverðinum hjá Atletico Madrid. Hann er skapstór og safnar spjöldum en ef einhver þjálfari skilur menn sem safna spjöldum þá er það Diego Simeone. Simeone þurfti að sannfæra Lodi um að hann ætti framtíð hjá félaginu eftir erfiða byrjun. Þó vinstri bakvörðurinn hafi verið upp og niður það sem af er tímabili er ljóst að þarna er öflugur leikmaður á ferðinni sem á bara eftir að verða betri. Hann sýndi svo endanlega hvað í honum býr er Atletico Madrid sló ríkjandi Evrópumeistara Liverpool úr keppni. Lodi verður því á sínum stað er Atletico mætir Leipzig. Renan Lodi hefur komið skemmtilega á óvart eftir hörmulega byrjun hjá Atletico Madrid.Diego Souto/Getty Images Bruno Guimaraes [Lyon] Hinn 22 ára gamli Bruno Guimaraes gekk í raðir Lyon í janúar á þessu ári. Hann kom frá Athletico Paranaense í Brasilíu. Fyrsti leikurinn hans í Meistaradeildinni var 1-0 sigur Lyon á Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Frammistaða hans var með hreinum ólíkindum en það leit út fyrir að hann hefði spilað gegn liðum eins og Juventus allt sitt líf. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Bruno spilar er Lyon mætir Juventus í kvöld. Ef hann spilar álíka vel og í fyrri leiknum er ljóst að það mun reynast Lyon erfitt að halda leikmanninum mikið lengur en Barcelona er nú þegar farið að bera víurnar í hann. 17 days, 11 games. The Champions League is back! #UCLWhich players could prove pivotal in this winner-takes-all feast of football? @JamesHorncastle @dermotmcorrigan @honigstein & @jacklang have picked 10 under-the-radar players to watch out for.https://t.co/1uWESit4Zh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 6, 2020 Í lokin eru þrjár þekktar stærðir nefndar. Mauro Icard [Paris Saint-Germain], Dries Mertens [Napoli] og Matthijs de Ligt [Juventus]. Icardi er að finna sig vel hjá París og getur vart hætt að skora. Hinn 33 ára gamli Mertens er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli og eðlilega enda einn albesti leikmaður í sögu félagsins. Þá hefur De Ligt fundið fjöl sína hjá Juventus og verið frábær undanfarnar vikur en hann átti erfitt uppdráttar eftir að hann kom frá Ajax síðasta sumar. Hann er aðeins tvítugur og verður eflaust einn besti varnarmaður heims næsta áratuginn eða svo. Ekki missa af Meistaradeild Evrópu en hún fer aftur af stað með tveimur leikjum í kvöld sem eru að sjálfsögðu sýndi beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þá eru Meistaradeildarmörkin einnig á dagskrá.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira