Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Ísak Hallmundarson skrifar 16. ágúst 2020 10:45 Lionel Messi leið ekki vel á föstudaginn. getty/Manu Fernandez Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira