Fóru yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Freyr Alexandersson fyrir framan teiknitölvuna að fara yfir sóknarleik Tottenham liðsins. Mynd/S2 Sport Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira