5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 11:00 Goðsögn! Alfreð Finnbogason komst á forsíður grísku blaðanna með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrir fimm árum. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00