Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2021 10:00 Daði Rafnsson segist skynja vilja til að breyta menningunni innan fótboltans. hk Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira