Guðbjörg Fanndal og Gullý bjóða sig fram í stjórn KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2021 20:35 Skipuð verður ný stjórn í upphafi næsta mánaðar. KSÍ Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, og Suðurnesjakonan Gullý Sig hafa ákveðið að bjóða sig fram í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Umræðan hófst eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu leikmanns landsliðsins. Ástæða frásagnarinnar var sú að Guðni Bergsson sagði í Kastljósi á RÚV að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi, sem Þórhildur sagði ekki satt, mál hennar hafi komið inn á borð sambandsins. Eftir að stjórnin sagði af sér boðaði hún til aukaárþings KSÍ sem fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið uppi um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn sátu tvæor konur en á annan tug karla. Það stefnir allt í að Vanda Sigurgeirsdóttir verði næsti formaður sambandsins en hún er sem stendur eina manneskjan í framboði. Þá eru sex í framboði til stjórnar: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn) hafa öll gefið kost á sér. Hér að neðan má sjá tilkynningarnar sem Gullý og Guðbjörg Fanndal sendu frá sér. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Gullý á Facebook-síðu sinni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroska skeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli. Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum. Gleði og hamingja,“ segir Guðbjörg Fanndal í færslu á Facebook-síðu sinni. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00 Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31 Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Umræðan hófst eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu leikmanns landsliðsins. Ástæða frásagnarinnar var sú að Guðni Bergsson sagði í Kastljósi á RÚV að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi, sem Þórhildur sagði ekki satt, mál hennar hafi komið inn á borð sambandsins. Eftir að stjórnin sagði af sér boðaði hún til aukaárþings KSÍ sem fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið uppi um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn sátu tvæor konur en á annan tug karla. Það stefnir allt í að Vanda Sigurgeirsdóttir verði næsti formaður sambandsins en hún er sem stendur eina manneskjan í framboði. Þá eru sex í framboði til stjórnar: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn) hafa öll gefið kost á sér. Hér að neðan má sjá tilkynningarnar sem Gullý og Guðbjörg Fanndal sendu frá sér. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Gullý á Facebook-síðu sinni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroska skeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli. Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum. Gleði og hamingja,“ segir Guðbjörg Fanndal í færslu á Facebook-síðu sinni.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00 Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31 Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00
Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00
Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15