Hef bara þurft að læra að lifa með þessu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Friðrik Ómar verður reglulega fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar. vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri. Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri.
Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira