Réðust inn á heimili heimsmeistara með hnífa og ógnuðu líka konunni og börnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 13:00 Mark Cavendish keppir hér á Tour de France síðasta sumar. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hjólreiðakappinn Mark Cavendish lenti ásamt fjölskyldu sinni í hræðilegri lífsreynslu fyrri stuttu þegar innbrotsþjófar birtust á heimili þeirra með hnífa. Cavendish sagði frá árásinni og að fjölskyldan sé öll í miklu uppnámi vegna innbrotsins og að þau glími nú við andlegar afleiðingar árásarinnar. Mark Cavendish er 36 ára gamall og þykir einn af bestu sprettgötuhjólreiðamönnum sögunnar. Hann hefur orðið heimsmeistari oftar en einu sinni og vann silfur á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann hefur ekki unnið Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, en hefur aftur á móti unnið 34 dagleiðir á Tour de France sem er það mesta í sögunni. „Fjórir grímuklæddir og vopnaðir menn brutust inn á heimili okkar á meðan við vorum sofandi í rúmum okkar. Þeir hótuðu eiginkonu minni og börnum og réðust á mig,“ sagði Mark Cavendish. „Eins og allir gera sér grein fyrir þá er fjölskyldan í miklu uppnámi vegna þessa, ekki bara ég og Peta heldur börnin líka. Þau óttuðust um líf sitt og eru að glíma við eftirmála þess,“ sagði Cavendish. „Enginn ætti að þurfa að upplifa svona ofbolti og hótanir, hvað þá að það gerist á þínu eigin heimili, stað þar sem allir ættu að vera öruggir. Hlutirnir sem þeir tóku eru bara efnilegir hlutir en í forgangi hjá okkur er að við jöfnum okkur öll á þessu sem fjölskylda en við vitum jafnframt að það mun taka einhvern tíma,“ sagði Cavendish. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Cavendish sem var heima við að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í árekstri í hjólreiðakeppni í Belgíu. Engin úr fjölskyldunni meiddust alvarlega í innbrotinu en þjófarnir komust í burtu með Louis Vuitton tösku og tvö verðmæt úr samkvæmt upplýsingum frá Essex lögreglunni. Upptaka úr öryggismyndavél sýnir tvo af innbrotsþjófunum og lögreglan hefur dreift myndum af fólki sem er talið tengjast innbrotinu. Það hefur hins vegar enginn verið handtekinn. Hjólreiðar Bretland Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Cavendish sagði frá árásinni og að fjölskyldan sé öll í miklu uppnámi vegna innbrotsins og að þau glími nú við andlegar afleiðingar árásarinnar. Mark Cavendish er 36 ára gamall og þykir einn af bestu sprettgötuhjólreiðamönnum sögunnar. Hann hefur orðið heimsmeistari oftar en einu sinni og vann silfur á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann hefur ekki unnið Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, en hefur aftur á móti unnið 34 dagleiðir á Tour de France sem er það mesta í sögunni. „Fjórir grímuklæddir og vopnaðir menn brutust inn á heimili okkar á meðan við vorum sofandi í rúmum okkar. Þeir hótuðu eiginkonu minni og börnum og réðust á mig,“ sagði Mark Cavendish. „Eins og allir gera sér grein fyrir þá er fjölskyldan í miklu uppnámi vegna þessa, ekki bara ég og Peta heldur börnin líka. Þau óttuðust um líf sitt og eru að glíma við eftirmála þess,“ sagði Cavendish. „Enginn ætti að þurfa að upplifa svona ofbolti og hótanir, hvað þá að það gerist á þínu eigin heimili, stað þar sem allir ættu að vera öruggir. Hlutirnir sem þeir tóku eru bara efnilegir hlutir en í forgangi hjá okkur er að við jöfnum okkur öll á þessu sem fjölskylda en við vitum jafnframt að það mun taka einhvern tíma,“ sagði Cavendish. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Cavendish sem var heima við að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í árekstri í hjólreiðakeppni í Belgíu. Engin úr fjölskyldunni meiddust alvarlega í innbrotinu en þjófarnir komust í burtu með Louis Vuitton tösku og tvö verðmæt úr samkvæmt upplýsingum frá Essex lögreglunni. Upptaka úr öryggismyndavél sýnir tvo af innbrotsþjófunum og lögreglan hefur dreift myndum af fólki sem er talið tengjast innbrotinu. Það hefur hins vegar enginn verið handtekinn.
Hjólreiðar Bretland Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira