Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 10:35 Hætt er við því að Byron Castillo muni kosta „þjóð sína“ sæti á HM í Katar í vetur. Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal. HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal.
HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira