Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júlí 2022 20:57 Geir Sveinsson mun taka við sem bæjarstjóri í Hveragerði á næstunni. Aðsend Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. Alls sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra en fjórir drógu umsókn sína til baka. Geir var meðal umsækjenda. Geir er fæddur 1964 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár. Hann er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Geir þjálfaði íslenska karlalandsliðið í handbolta um tíma og hefur einnig þjálfað félagslið í Þýskalandi. Þá var hann einn af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í handbolta á sínum tíma. „Auk menntunar og reynslu Geirs er hann öflugur leiðtogi og hefur farsæla reynslu af því að vinna með fólki. Það er ekki síst sá hæfileiki sem við leituðumst eftir í fari bæjarstjóra. Við erum full tilhlökkunar vegna komandi verkefna og samstarfs og bjóðum Geir og fjölskyldu velkomin í Hveragerði,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Geir þakkar nýjum meirihluta Hveragerðisbæjar fyrir traust sitt á sér sem og tækifærið sem hann fær nú. „Ég mun í góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Hveragerðisbæjar leggja mig allan fram við að gera góðan bæ enn betri. Tækifærin eru fjölmörg og spennandi tímar framundan í ört vaxandi og kraftmiklu sveitarfélagi sem Hveragerðisbær er,“ segir Geir. Ráðningarsamningur við Geir tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af næsta bæjarráðsfundi og birtur opinberlega í kjölfarið. Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01 Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Alls sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra en fjórir drógu umsókn sína til baka. Geir var meðal umsækjenda. Geir er fæddur 1964 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár. Hann er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Geir þjálfaði íslenska karlalandsliðið í handbolta um tíma og hefur einnig þjálfað félagslið í Þýskalandi. Þá var hann einn af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í handbolta á sínum tíma. „Auk menntunar og reynslu Geirs er hann öflugur leiðtogi og hefur farsæla reynslu af því að vinna með fólki. Það er ekki síst sá hæfileiki sem við leituðumst eftir í fari bæjarstjóra. Við erum full tilhlökkunar vegna komandi verkefna og samstarfs og bjóðum Geir og fjölskyldu velkomin í Hveragerði,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Geir þakkar nýjum meirihluta Hveragerðisbæjar fyrir traust sitt á sér sem og tækifærið sem hann fær nú. „Ég mun í góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Hveragerðisbæjar leggja mig allan fram við að gera góðan bæ enn betri. Tækifærin eru fjölmörg og spennandi tímar framundan í ört vaxandi og kraftmiklu sveitarfélagi sem Hveragerðisbær er,“ segir Geir. Ráðningarsamningur við Geir tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af næsta bæjarráðsfundi og birtur opinberlega í kjölfarið.
Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01 Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01
Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28