Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Selfoss 38-31 | Heimamenn upp í annað sætið Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2022 22:25 Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego Afturelding vann sannfærandi sjö marka sigur í kvöld og flaug upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta. Selfoss byrjaði í framliggjandi vörn sem varð til þess að það var smá óöryggi í sóknarleik Aftureldingar í blá byrjun. Tveimur mörkum undir tók Blær Hinriksson málin í sínar hendur og gerði þrjú mörk í röð. Það fór lítið fyrir Jovan Kukobat til að byrja með í marki Aftureldingar en eftir tæplega tíu mínútur vaknaði björninn. Jovan varði hvert skotið á fætur öðru og dró tennurnar hægt og rólega úr Selfyssingum. Jovan varði 12 bolta í fyrri hálfleik og var með 48 prósent markvörslu á meðan Vilius Rasimas, markmaður Selfyssinga, varði 2 skot í fyrri hálfleik. Anton Gylfi Pálsson kíkti í skjáinnVísir/Diego Þegar átján mínútur voru liðnar af leiknum fékk Gunnar Kristinn Malquist Þórsson beint rautt spjald. Gunnar fór í andlitið á Ísaki Gústafssyni og eftir að dómararnir kíktu í skjáinn var niðurstaðan rautt spjald. Gunnar Kristinn fékk rautt spjaldVísir/Diego Selfoss endaði fyrri hálfleik hörmulega. Í stöðunni 13-13 tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Miðað við spilamennsku Selfyssinga var Þórir Ólafsson að tala um eitthvað allt annað en handbolta. Selfoss tók hverja lélegu ákvörðina á fætur annari og Afturelding refsaði og gerði síðustu fjögur mörkin í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-13. Úlfar Páll Monsi með aftur fyrir bak markVísir/Diego Þrotleysi Selfyssinga hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks. Afturelding gerði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komst sex mörkum yfir 19-13. Einar Sverrisson endaði níu mínútna kafla þar sem Selfyssingum tókst ekki að skora með því að skora úr vítakasti. Það sem eftir var leiks dróu Guðmundur Hólmar og Einar Sverrisson vagninn sóknarlega en vörn og markvarsla Selfyssinga var ekki til staðar og Afturelding vann að lokum sjö marka sigur 38-31. Afturelding fagnaði sjö marka sigriVísir/Diego Af hverju vann Afturelding? Afturelding tók yfir leikinn í stöðunni 13-13. Heimamenn gerðu síðustu fjögur mörkin í fyrri hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik á að gera tvö mörk í röð. Eftir það var leikurinn gott sem búinn þar sem Selfoss gerði aldrei tilkall til að komast inn í leikinn. Selfoss fékk hvorki markvörslu né varnarleik og þá er afar erfitt að vinna handboltaleik. Hverjir stóðu upp úr? Jovan Kukobat fór á kostum í markinu. Jovan varði 12 bolta í fyrri hálfleik og endaði með 15 bolta. Jovan Kukobat var með 41 prósent markvörslu. Afturelding fékk framlag úr mörgum áttum. Þorsteinn Leó var markahæstur með 9 mörk og Blær Hinriksson gerði 7 mörk. Línuspil Aftureldingar var afar gott og Einar Ingi Hrafnsson gerði sex mörk og Pétur Júníusson gerði tvö mörk. Hvað gekk illa? Vilius Rasimas náði sér aldrei á strik í kvöld. Vilius varði aðeins fimm skot og endaði með 14 prósent markvörslu. Varnarleikur Selfyssinga var mjög slakur í 55 mínútur. Línumenn Aftureldingar voru nánast alltaf lausir og fengu mikið pláss til að vinna úr. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Gróttu næsta sunnudag í Hertz-höllinni klukkan 18:00. Afturelding fer i Kaplakrika næsta mánudag og mætir FH klukkan 19:30. Þórir: Fengum enga vörn og markvörslu Þórir Ólafsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar svekktur eftir leik. „Ég vill ekki meina að þetta sé munurinn á liðunum. Mér fannst við ekki spila okkar besta leik þar sem vörn og markvarsla var ekki góð og við eigum töluvert inni,“ sagði Þórir Ólafsson í viðtali eftir leik. Selfoss endaði fyrri hálfleik afar illa. Í stöðunni 13-13 gerði Afturelding fjögur mörk í röð og Þórir var ekki ánægður með hvernig Selfyssingar enduðu fyrri hálfleik. „Við enduðum fyrri hálfleik afar illa. Afturelding gerði fjögur mörk í röð á stuttum tíma og þetta er eitthvað sem við megum ekki láta gerast. Við töluðum um það að við höfum áður lent undir og komið til baka en vörnin var ekki góð og við fengum litla markvörslu.“ „Við vorum að telja illa í vörninni og við vorum að gera einföld mistök sem hægt er að laga,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss
Afturelding vann sannfærandi sjö marka sigur í kvöld og flaug upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta. Selfoss byrjaði í framliggjandi vörn sem varð til þess að það var smá óöryggi í sóknarleik Aftureldingar í blá byrjun. Tveimur mörkum undir tók Blær Hinriksson málin í sínar hendur og gerði þrjú mörk í röð. Það fór lítið fyrir Jovan Kukobat til að byrja með í marki Aftureldingar en eftir tæplega tíu mínútur vaknaði björninn. Jovan varði hvert skotið á fætur öðru og dró tennurnar hægt og rólega úr Selfyssingum. Jovan varði 12 bolta í fyrri hálfleik og var með 48 prósent markvörslu á meðan Vilius Rasimas, markmaður Selfyssinga, varði 2 skot í fyrri hálfleik. Anton Gylfi Pálsson kíkti í skjáinnVísir/Diego Þegar átján mínútur voru liðnar af leiknum fékk Gunnar Kristinn Malquist Þórsson beint rautt spjald. Gunnar fór í andlitið á Ísaki Gústafssyni og eftir að dómararnir kíktu í skjáinn var niðurstaðan rautt spjald. Gunnar Kristinn fékk rautt spjaldVísir/Diego Selfoss endaði fyrri hálfleik hörmulega. Í stöðunni 13-13 tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Miðað við spilamennsku Selfyssinga var Þórir Ólafsson að tala um eitthvað allt annað en handbolta. Selfoss tók hverja lélegu ákvörðina á fætur annari og Afturelding refsaði og gerði síðustu fjögur mörkin í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-13. Úlfar Páll Monsi með aftur fyrir bak markVísir/Diego Þrotleysi Selfyssinga hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks. Afturelding gerði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komst sex mörkum yfir 19-13. Einar Sverrisson endaði níu mínútna kafla þar sem Selfyssingum tókst ekki að skora með því að skora úr vítakasti. Það sem eftir var leiks dróu Guðmundur Hólmar og Einar Sverrisson vagninn sóknarlega en vörn og markvarsla Selfyssinga var ekki til staðar og Afturelding vann að lokum sjö marka sigur 38-31. Afturelding fagnaði sjö marka sigriVísir/Diego Af hverju vann Afturelding? Afturelding tók yfir leikinn í stöðunni 13-13. Heimamenn gerðu síðustu fjögur mörkin í fyrri hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik á að gera tvö mörk í röð. Eftir það var leikurinn gott sem búinn þar sem Selfoss gerði aldrei tilkall til að komast inn í leikinn. Selfoss fékk hvorki markvörslu né varnarleik og þá er afar erfitt að vinna handboltaleik. Hverjir stóðu upp úr? Jovan Kukobat fór á kostum í markinu. Jovan varði 12 bolta í fyrri hálfleik og endaði með 15 bolta. Jovan Kukobat var með 41 prósent markvörslu. Afturelding fékk framlag úr mörgum áttum. Þorsteinn Leó var markahæstur með 9 mörk og Blær Hinriksson gerði 7 mörk. Línuspil Aftureldingar var afar gott og Einar Ingi Hrafnsson gerði sex mörk og Pétur Júníusson gerði tvö mörk. Hvað gekk illa? Vilius Rasimas náði sér aldrei á strik í kvöld. Vilius varði aðeins fimm skot og endaði með 14 prósent markvörslu. Varnarleikur Selfyssinga var mjög slakur í 55 mínútur. Línumenn Aftureldingar voru nánast alltaf lausir og fengu mikið pláss til að vinna úr. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Gróttu næsta sunnudag í Hertz-höllinni klukkan 18:00. Afturelding fer i Kaplakrika næsta mánudag og mætir FH klukkan 19:30. Þórir: Fengum enga vörn og markvörslu Þórir Ólafsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar svekktur eftir leik. „Ég vill ekki meina að þetta sé munurinn á liðunum. Mér fannst við ekki spila okkar besta leik þar sem vörn og markvarsla var ekki góð og við eigum töluvert inni,“ sagði Þórir Ólafsson í viðtali eftir leik. Selfoss endaði fyrri hálfleik afar illa. Í stöðunni 13-13 gerði Afturelding fjögur mörk í röð og Þórir var ekki ánægður með hvernig Selfyssingar enduðu fyrri hálfleik. „Við enduðum fyrri hálfleik afar illa. Afturelding gerði fjögur mörk í röð á stuttum tíma og þetta er eitthvað sem við megum ekki láta gerast. Við töluðum um það að við höfum áður lent undir og komið til baka en vörnin var ekki góð og við fengum litla markvörslu.“ „Við vorum að telja illa í vörninni og við vorum að gera einföld mistök sem hægt er að laga,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik