Annar fjölmiðlamaður lést á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 07:31 Grant Wahl var minnst í blaðamannaherberginu á leik Englendinga og Frakka á HM um helgina. AP/Graham Dunbar Fleiri fréttir berast nú af því að fjölmiðlamenn á heimsmeistaramótinu í Katar skili sér ekki heim af mótinu. Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl lést eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands á HM í Katar á föstudagskvöldið en hann er ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem hefur látið lífið á mótinu. A second journalist dies in Qatar whilst covering the #WorldCup. Photojournalist Khalid al-Misslam from Qatari news channel Al Kass TV passed away on Saturday; a day before that, US soccer journalist Grant Wahl, 48, collapsed at the match between Argentina and the Netherlands. pic.twitter.com/yy7tXdQl8B— Monica Grayley (@MonicaGrayley) December 11, 2022 Gulf Times sagði frá því að Khalid al-Misslam, ljósmyndari Al Kass sjónvarpsstöðvarinnar, hafi dáið skyndilega á laugardaginn en hann var að vinna við heimsmeistaramótið. Al Kass TV sagði aðeins lítillega frá dauða ljósmyndara síns í beinni útsendingu þeirra og það lítur út fyrir að þeir séu að bíða eftir meiri upplýsingum um hvað gerðist. Það hafa ekki komið fram frekari upplýsingar um hvað leiddi Al-Misslam til dauða. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Hinn 48 ára gamli Grant Wahl var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann. Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. HM 2022 í Katar Katar Tengdar fréttir LeBron James, Billie Jean King og fleiri votta Grant Wahl virðingu sína Fjöldinn allur af fólki hefur vottað Grant Wahl, bandaríska íþróttablaðamanninum sem lést í Katar, virðingu sína. Þar á meðal eru goðsagnir á borð við LeBron James og Billie Jean King. 11. desember 2022 12:02 Bróðir blaðamannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. 10. desember 2022 11:01 Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl lést eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands á HM í Katar á föstudagskvöldið en hann er ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem hefur látið lífið á mótinu. A second journalist dies in Qatar whilst covering the #WorldCup. Photojournalist Khalid al-Misslam from Qatari news channel Al Kass TV passed away on Saturday; a day before that, US soccer journalist Grant Wahl, 48, collapsed at the match between Argentina and the Netherlands. pic.twitter.com/yy7tXdQl8B— Monica Grayley (@MonicaGrayley) December 11, 2022 Gulf Times sagði frá því að Khalid al-Misslam, ljósmyndari Al Kass sjónvarpsstöðvarinnar, hafi dáið skyndilega á laugardaginn en hann var að vinna við heimsmeistaramótið. Al Kass TV sagði aðeins lítillega frá dauða ljósmyndara síns í beinni útsendingu þeirra og það lítur út fyrir að þeir séu að bíða eftir meiri upplýsingum um hvað gerðist. Það hafa ekki komið fram frekari upplýsingar um hvað leiddi Al-Misslam til dauða. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Hinn 48 ára gamli Grant Wahl var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann. Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur.
HM 2022 í Katar Katar Tengdar fréttir LeBron James, Billie Jean King og fleiri votta Grant Wahl virðingu sína Fjöldinn allur af fólki hefur vottað Grant Wahl, bandaríska íþróttablaðamanninum sem lést í Katar, virðingu sína. Þar á meðal eru goðsagnir á borð við LeBron James og Billie Jean King. 11. desember 2022 12:02 Bróðir blaðamannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. 10. desember 2022 11:01 Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
LeBron James, Billie Jean King og fleiri votta Grant Wahl virðingu sína Fjöldinn allur af fólki hefur vottað Grant Wahl, bandaríska íþróttablaðamanninum sem lést í Katar, virðingu sína. Þar á meðal eru goðsagnir á borð við LeBron James og Billie Jean King. 11. desember 2022 12:02
Bróðir blaðamannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. 10. desember 2022 11:01
Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11