Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Sindri Sverrisson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 7. mars 2023 20:00 Sigurður Bragason þótti fara yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn í Eyjum á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. „Dómarar hafa lagt það mat á atvikið, að brotið falli undir reglu 8:10 a) í leikreglum. Jafnframt barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna þessa sama máls. Er það mat framkvæmdastjórans að hegðun Sigurðar eftir umræddan leik, feli í sér skýrt brot á grein 8:10 a) í leikreglum og 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál,“ segir í skýrslu aganefndar. Dóm aganefndar má lesa í heild sinni neðst í fréttinni. Eins og Vísir greindi frá var Sigurður sakaður um að hafa slegið á rass starfsmanns Vals eftir að leiknum, sem ÍBV vann, lauk. Leikmaður Vals tók því óstinnt upp og lét Sigurð heyra það en hann mun ekki hafa beðist afsökunar heldur sagt viðkomandi leikmanni að „fokka sér“ ásamt því sem hann er sagður hafa beint löngutöng að andliti leikmannsins. Næsti leikur ÍBV er gegn Haukum í Hafnarfirði á föstuagskvöld og með sigri eru Eyjakonur langt komnar með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. ÍBV spilar svo við Selfoss í Laugardalshöll næsta miðvikudagskvöld í undanúrslitum Powerade-bikarsins, en sigurliðið mætir sigurliðinu úr leik Hauka og Vals í úrslitaleik laugardaginn 18. mars. Mál þetta lýtur að útilokun sem Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hlaut með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25. febrúar 2023. Dómarar hafa lagt það mat á atvikið, að brotið falli undir reglu 8:10 a) í leikreglum. Jafnframt barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna þessa sama máls. Er það mat framkvæmdastjórans að hegðun Sigurðar eftir umræddan leik, feli í sér skýrt brot á grein 8:10 a) í leikreglum og 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Þar sem um sömu atburðarrás er að ræða tók aganefnd HSÍ, á fundi nefndarinnar þann 28. febrúar 2023, ákvörðun um að fjalla um bæði málin í einu lagi. Í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var handknattleiksdeild ÍBV og þjálfaranum þann 28. febrúar 2023 gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ fyrir næsta fund aganefndar. Þann sama dag var jafnframt óskað eftir greinargerð frá handknattleiksdeild Vals. Greinargerðir frá félögunum og þjálfaranum bárust nefndinni þann 6. mars 2023. Lögmaður skilaði sameiginlegri greinargerð fyrir hönd handknattleiksdeildar ÍBV og þjálfarans. Félagið og þjálfarinn byggja að öllu leyti á sömu málsástæðum og verður hér eftir vísað til þeirrar greinargerðar sem greinargerð ÍBV. - - - Í skýrslu dómara sem barst aganefnd segir: „Að leik loknum þegar dómarar, eftirlitsmaður og starfsmenn á ritaraborði eru að ræða saman við ritaraborðið má sjá starfsmann A hjá ÍBV koma hlaupandi, framhjá ritaraborði, í átt að leikmönnum og starfsmönnum Vals sem voru að taka saman dótið sitt við sinn eigin varamannabekk. Starfsmaður A hjá ÍBV sýnir af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals með því að fagna inn í hópinn og framan í starfsmann A hjá Val með öskrum og mjög áberandi hætti [steyttur fagnandi hnefi]. Samkvæmt útsendingu er þetta ekki sjáanlegt þar sem myndavélin beinist að fögnuði leikmanna ÍBV og stuðningsmanna þeirra.“ Dómarar hafa lagt það mat á atvikið að um sé að ræða brot sem fellur undir grein 8.10 a) í leikreglum. Greinin kveður á um að refsa skuli fyrir grófa ódrengilega hegðun sem getur m.a. falið í sér móðgandi eða ógnandi hegðun gegn öðrum aðilum s.s. dómara, tímaverði, eftirlitsmanni, starfsmanni liðs o.fl. Þar sem atvikið átti sér stað utan leiks var ekki nauðsynlegt samkvæmt leikreglum HSÍ að dómari sýndi viðkomandi starfsmanni spjald, eins og byggt er á í greinargerð ÍBV. Samkvæmt ákvæði 16:11 í leikreglum ber dómurum að skila skriflegri skýrslu í málum sem þessum eftir að leik lýkur svo að til þess bærir aðilar geti ákveðið til hvaða viðurlaga skuli gripið. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar segir: „Þar kemur hann að liðstjóra Vals sem var að beygja sig niður til að taka saman dót Vals og slær hana tvisvar sinnum í rassinn. Við það atvik kallar leikmaður Vals […] að Sigurði og segir við hann að ekki sé við hæfi að slá […] í afturendann. Við þá athugasemd bregst Sigurður afar illa við og gefur viðkomandi miðfingurinn ásamt því að öskra á viðkomandi að „fokka sér!““ „Er það mat undirritaðs að ofangreind hegðun sé skýrt brot bæði á leikreglum HSÍ, grein 8:10 a) sem og 18. grein reglugerðar HSÍ um agamál þar sem um ósæmileg framkoma er að ræða sem skaðað getur verulega ímynd íþróttarinnar.“ Niðurstaða varðandi brot skv. 8:10 a) samkvæmt skýrslu dómara Ljóst er að með leikreglu 8:10 er lagt í mat dómara að flokka hegðun leikmanna og starfsmanna með tilliti til upplifunar sinnar á leikstað. Í staflið a) er tekið fram að móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila getur verið á munnlegu eða líkamlegu formi svo sem „andlitstjáning, bendingar, líkamstjáning eða líkamleg snerting“. Að mati aganefndar er það ekki hlutverk nefndarinnar að rengja eða hnekkja í úrskurðum sínum mati sérþjálfaðra dómara sem byggja ákvarðanir sínar á upplifun af atvikum af fyrstu hendi. Þótt atvikalýsing í skýrslu dómara hefði mátt vera skýrari, verður hér lagt til grundvallar að þjálfari ÍBV hafi brotið gegn umræddri reglu í kjölfar loka leiksins. Niðurstaða málsins á grundvelli VI. kafla reglugerðar HSÍ um agamál Í greinargerð handknattleiksdeildar ÍBV er byggt á því að vísa beri málinu frá vegna vanhæfis framkvæmdastjóra HSÍ og annmarka á málsmeðferð í aðdraganda málskotsins til aganefndar. Óhjákvæmilegt er að við beitingu 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál leggi stjórn eða framkvæmdastjóri HSÍ mat á eðli þeirra upplýsinga sem kemst til vitundar stjórnenda innan hreyfingarinnar m.t.t. þess hvort efni standi til að vísa málinu til aganefndar. Aganefnd er hins vegar sjálfstæð í störfum sínum og leggur mat á atvik á grundvelli þeirra gagna og greinargerða sem aflað er í hverju máli, þar með talið greinargerða aðila skv. 20. gr. reglugerðarinnar. Ekki eru því efni til að vísa málinu frá vegna meints vanhæfis framkvæmdastjóra HSÍ. Í greinargerð ÍBV er fundið að því að málið byggi alfarið á framburði leikmanna eða starfsmanna Vals og upplifun starfsmannsins. Í greinargerðinni er atvikalýsingu í erindi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar mótmælt sem rangri og tekið fram að þar sé meintri hegðun þjálfara ÍBV „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða.“ Í greinargerðinni er gerð grein fyrir afstöðu þjálfarans til atviksins: „Hann sló ekki liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn. Það sem gerist er að Sigurður fer til Valsmanna nokkru eftir leik að þakka þeim fyrir leikinn. Hann tekur í hendina á einum starfsmanna liðsins […] og þakkar honum fyrir leikinn. Við hliðina er umræddur liðsstjóri Vals og ætlar Sigurður að taka í hendina á honum og þakka honum en í sömu mund snýr liðsstjórinn sér við og beygir sig niður. Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri hendin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöð [sic], við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn.“ Þá er rakið í greinargerðinni að þjálfari ÍBV gengst við því að hafa viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals en ber því við að tilefnið hafi verið „aðdróttun sem hann taldi engan rétt eiga á sér“, þ.e. að hafa slegið starfsmanninn á rassinn. Hafi hann því snöggreiðst. Í greinargerð handknattleiksdeildar Vals kemur fram að félagið geri engar kröfur í málinu og að málsatvikalýsing í greinargerðinni byggi á frásögn liðsstjóra Vals í leiknum. Málavaxtalýsing í greinargerðinni er nákvæmari, en í grundvallaratriðum á sömu lund og birtist í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ. - - - VI. kafli reglugerðar HSÍ um agamál ber heitið Ósæmileg framkoma. Í kaflanum má finna ákvæði sem fela nefndinni að taka til skoðunar, samkvæmt ábendingu fyrirsvarsmanna HSÍ, atvik sem fela í sér óíþróttamannslega háttsemi eða háttsemi sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Að mati nefndarinnar er ljóst að nokkuð gekk á eftir umræddan leik og fyrir liggur að framganga þjálfara ÍBV í fagnaðarlátum fór á köflum út fyrir eðlileg mörk og fól í sér óíþróttamannslega háttsemi. Í greinargerð ÍBV er bent á að atvikum sé í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og því refsiverðan verknað. Slíkt hefur ekki verið staðhæft af öðrum aðilum málsins og tekur aganefnd fram að það er ekki á færi nefndarinnar að taka afstöðu til framangreinds. Aganefnd vekur þó athygli á, að í greinargerð ÍBV er viðurkennt að þjálfari ÍBV hafi klappað tvisvar „með vinalegum hætti“ í hægri mjöðm liðstjóra Vals. Liggur því fyrir að frásögn umrædds starfsmanns Vals fær að nokkru leyti stoð í greinargerð ÍBV. Hvað sem framangreindu líður er ljóst að aðilum ber í grundvallaratriðum ekki saman um málsatvik, hvað varðar samskipti þjálfara ÍBV og starfsmanns Vals að leik loknum. Stendur þar orð gegn orði. Bendir aganefnd á á að samkvæmt 20. gr. reglugerðar um agamál, er sönnunarfærsla í málum sem þessum bundin við greinargerðir aðila og þau gögn sem málsaðilar leggja fram fyrir nefndina. Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar getur nefndin gefið aðilum kost á munnlegum eða skriflegum málflutningi, ef mál eru alvarlegs eðlis og óskir berast um það frá viðkomandi aðilum. Aganefnd hefur ekki borist slík ósk. Er sú staða uppi í þessu máli að aganefnd hefur ekki önnur gögn að styðjast við en þau er þegar hefur verið gerð grein fyrir í úrskurði þessum, þ.e. greinargerðir aðila og skýrslu dómara. Þrátt fyrir trúverðuga frásögn starfsmanns Vals, er það mat aganefndar, á þessu stigi málsins, að gögn skorti til að aganefnd geti tekið afstöðu til þess hvað raunverulega gekk á í samskiptum þjálfara ÍBV og starfsmanns Vals í leikslok. Er þar sérstaklega áréttað að í málinu liggja ekki fyrir myndbandsupptökur af umræddu atviki eða lýsingar vitna og hvorki liggur fyrir skýrsla dómara né eftirlitsmanns vegna atviksins, en síðar greindu gögnin hafa í málum sem þessum verið talin hafa ríkt sönnunargildi. Þá skortir aganefnd heimildir til þess að rannsaka málsatvik frekar, svo sem með vitnaleiðslum. Í ljósi þess sem að framan er rakið og eðlis þeirra ásakana sem hér eru til umfjöllunar, telur nefndin sér ekki stætt að taka að svo stöddu afstöðu til þeirrar háttsemi sem þjálfara ÍBV er gefið að sök í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þ.e. að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Er þeim þætti málsins því vísað frá. Líkt og að framan greinir hefur þjálfari ÍBV gengist við því að hafa viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals, í kjölfar þess atgagns er varð við bekk Vals að leik loknum. Liggur því fyrir að þjálfarinn hefur með framangreindri háttsemi sýnt af sér ósæmilega framkomu og óíþróttamannslega háttsemi í skilningi VI. kafla reglugerðar um agamál. - - - Líkt og að framan er rakið er það niðurstaða aganefndar að þjálfari ÍBV hafi brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Er niðurstaða aganefndar að úrskurða þjálfarann í tveggja leikja bann vegna framangreindrar háttsemi. - - - Það athugast að í greinargerð ÍBV til aganefndar er vegið með ómálefnalegum hætti að framkvæmdastjóra HSÍ, handknattleiksdeild Vals og starfsfólki kvennaliðs Vals. Er þar m.a. látið að því liggja að Valur hafi hagsmuni af því að þjálfari ÍBV verði dæmdur í leikbann, að málið hafi verið sett fram í þeim tilgangi að klekkja á ÍBV og þjálfara liðsins auk þess sem staða framkvæmdastjóra HSÍ gagnvart þjálfara Vals hafi haft áhrif á málsmeðferð í þessu máli. Telur aganefnd slíkan málatilbúnað aðfinnsluverðan og handknattleiksdeild ÍBV síst til framdráttar. - - - Niðurstaða: Vísað er frá aganefnd ásökunum í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði Bragasyni er gefið að sök að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Vakin er athygli á að frávísun útilokar ekki að umrætt atvik verði tekið til meðferðar að nýju hjá aganefnd, berist aganefnd nýtt erindi á grundvelli reglugerðar um agamál, eftir atvikum á grundvelli nýrra gagna eða frekari upplýsinga um málsatvik sem aflað yrði frá þar til bærum aðilum. Sigurður Bragason er úrskurðaður í tveggja leikja bann, fyrir að hafa brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn ÍBV Handbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
„Dómarar hafa lagt það mat á atvikið, að brotið falli undir reglu 8:10 a) í leikreglum. Jafnframt barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna þessa sama máls. Er það mat framkvæmdastjórans að hegðun Sigurðar eftir umræddan leik, feli í sér skýrt brot á grein 8:10 a) í leikreglum og 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál,“ segir í skýrslu aganefndar. Dóm aganefndar má lesa í heild sinni neðst í fréttinni. Eins og Vísir greindi frá var Sigurður sakaður um að hafa slegið á rass starfsmanns Vals eftir að leiknum, sem ÍBV vann, lauk. Leikmaður Vals tók því óstinnt upp og lét Sigurð heyra það en hann mun ekki hafa beðist afsökunar heldur sagt viðkomandi leikmanni að „fokka sér“ ásamt því sem hann er sagður hafa beint löngutöng að andliti leikmannsins. Næsti leikur ÍBV er gegn Haukum í Hafnarfirði á föstuagskvöld og með sigri eru Eyjakonur langt komnar með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. ÍBV spilar svo við Selfoss í Laugardalshöll næsta miðvikudagskvöld í undanúrslitum Powerade-bikarsins, en sigurliðið mætir sigurliðinu úr leik Hauka og Vals í úrslitaleik laugardaginn 18. mars. Mál þetta lýtur að útilokun sem Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hlaut með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25. febrúar 2023. Dómarar hafa lagt það mat á atvikið, að brotið falli undir reglu 8:10 a) í leikreglum. Jafnframt barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna þessa sama máls. Er það mat framkvæmdastjórans að hegðun Sigurðar eftir umræddan leik, feli í sér skýrt brot á grein 8:10 a) í leikreglum og 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Þar sem um sömu atburðarrás er að ræða tók aganefnd HSÍ, á fundi nefndarinnar þann 28. febrúar 2023, ákvörðun um að fjalla um bæði málin í einu lagi. Í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var handknattleiksdeild ÍBV og þjálfaranum þann 28. febrúar 2023 gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ fyrir næsta fund aganefndar. Þann sama dag var jafnframt óskað eftir greinargerð frá handknattleiksdeild Vals. Greinargerðir frá félögunum og þjálfaranum bárust nefndinni þann 6. mars 2023. Lögmaður skilaði sameiginlegri greinargerð fyrir hönd handknattleiksdeildar ÍBV og þjálfarans. Félagið og þjálfarinn byggja að öllu leyti á sömu málsástæðum og verður hér eftir vísað til þeirrar greinargerðar sem greinargerð ÍBV. - - - Í skýrslu dómara sem barst aganefnd segir: „Að leik loknum þegar dómarar, eftirlitsmaður og starfsmenn á ritaraborði eru að ræða saman við ritaraborðið má sjá starfsmann A hjá ÍBV koma hlaupandi, framhjá ritaraborði, í átt að leikmönnum og starfsmönnum Vals sem voru að taka saman dótið sitt við sinn eigin varamannabekk. Starfsmaður A hjá ÍBV sýnir af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals með því að fagna inn í hópinn og framan í starfsmann A hjá Val með öskrum og mjög áberandi hætti [steyttur fagnandi hnefi]. Samkvæmt útsendingu er þetta ekki sjáanlegt þar sem myndavélin beinist að fögnuði leikmanna ÍBV og stuðningsmanna þeirra.“ Dómarar hafa lagt það mat á atvikið að um sé að ræða brot sem fellur undir grein 8.10 a) í leikreglum. Greinin kveður á um að refsa skuli fyrir grófa ódrengilega hegðun sem getur m.a. falið í sér móðgandi eða ógnandi hegðun gegn öðrum aðilum s.s. dómara, tímaverði, eftirlitsmanni, starfsmanni liðs o.fl. Þar sem atvikið átti sér stað utan leiks var ekki nauðsynlegt samkvæmt leikreglum HSÍ að dómari sýndi viðkomandi starfsmanni spjald, eins og byggt er á í greinargerð ÍBV. Samkvæmt ákvæði 16:11 í leikreglum ber dómurum að skila skriflegri skýrslu í málum sem þessum eftir að leik lýkur svo að til þess bærir aðilar geti ákveðið til hvaða viðurlaga skuli gripið. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar segir: „Þar kemur hann að liðstjóra Vals sem var að beygja sig niður til að taka saman dót Vals og slær hana tvisvar sinnum í rassinn. Við það atvik kallar leikmaður Vals […] að Sigurði og segir við hann að ekki sé við hæfi að slá […] í afturendann. Við þá athugasemd bregst Sigurður afar illa við og gefur viðkomandi miðfingurinn ásamt því að öskra á viðkomandi að „fokka sér!““ „Er það mat undirritaðs að ofangreind hegðun sé skýrt brot bæði á leikreglum HSÍ, grein 8:10 a) sem og 18. grein reglugerðar HSÍ um agamál þar sem um ósæmileg framkoma er að ræða sem skaðað getur verulega ímynd íþróttarinnar.“ Niðurstaða varðandi brot skv. 8:10 a) samkvæmt skýrslu dómara Ljóst er að með leikreglu 8:10 er lagt í mat dómara að flokka hegðun leikmanna og starfsmanna með tilliti til upplifunar sinnar á leikstað. Í staflið a) er tekið fram að móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila getur verið á munnlegu eða líkamlegu formi svo sem „andlitstjáning, bendingar, líkamstjáning eða líkamleg snerting“. Að mati aganefndar er það ekki hlutverk nefndarinnar að rengja eða hnekkja í úrskurðum sínum mati sérþjálfaðra dómara sem byggja ákvarðanir sínar á upplifun af atvikum af fyrstu hendi. Þótt atvikalýsing í skýrslu dómara hefði mátt vera skýrari, verður hér lagt til grundvallar að þjálfari ÍBV hafi brotið gegn umræddri reglu í kjölfar loka leiksins. Niðurstaða málsins á grundvelli VI. kafla reglugerðar HSÍ um agamál Í greinargerð handknattleiksdeildar ÍBV er byggt á því að vísa beri málinu frá vegna vanhæfis framkvæmdastjóra HSÍ og annmarka á málsmeðferð í aðdraganda málskotsins til aganefndar. Óhjákvæmilegt er að við beitingu 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál leggi stjórn eða framkvæmdastjóri HSÍ mat á eðli þeirra upplýsinga sem kemst til vitundar stjórnenda innan hreyfingarinnar m.t.t. þess hvort efni standi til að vísa málinu til aganefndar. Aganefnd er hins vegar sjálfstæð í störfum sínum og leggur mat á atvik á grundvelli þeirra gagna og greinargerða sem aflað er í hverju máli, þar með talið greinargerða aðila skv. 20. gr. reglugerðarinnar. Ekki eru því efni til að vísa málinu frá vegna meints vanhæfis framkvæmdastjóra HSÍ. Í greinargerð ÍBV er fundið að því að málið byggi alfarið á framburði leikmanna eða starfsmanna Vals og upplifun starfsmannsins. Í greinargerðinni er atvikalýsingu í erindi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar mótmælt sem rangri og tekið fram að þar sé meintri hegðun þjálfara ÍBV „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða.“ Í greinargerðinni er gerð grein fyrir afstöðu þjálfarans til atviksins: „Hann sló ekki liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn. Það sem gerist er að Sigurður fer til Valsmanna nokkru eftir leik að þakka þeim fyrir leikinn. Hann tekur í hendina á einum starfsmanna liðsins […] og þakkar honum fyrir leikinn. Við hliðina er umræddur liðsstjóri Vals og ætlar Sigurður að taka í hendina á honum og þakka honum en í sömu mund snýr liðsstjórinn sér við og beygir sig niður. Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri hendin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöð [sic], við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn.“ Þá er rakið í greinargerðinni að þjálfari ÍBV gengst við því að hafa viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals en ber því við að tilefnið hafi verið „aðdróttun sem hann taldi engan rétt eiga á sér“, þ.e. að hafa slegið starfsmanninn á rassinn. Hafi hann því snöggreiðst. Í greinargerð handknattleiksdeildar Vals kemur fram að félagið geri engar kröfur í málinu og að málsatvikalýsing í greinargerðinni byggi á frásögn liðsstjóra Vals í leiknum. Málavaxtalýsing í greinargerðinni er nákvæmari, en í grundvallaratriðum á sömu lund og birtist í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ. - - - VI. kafli reglugerðar HSÍ um agamál ber heitið Ósæmileg framkoma. Í kaflanum má finna ákvæði sem fela nefndinni að taka til skoðunar, samkvæmt ábendingu fyrirsvarsmanna HSÍ, atvik sem fela í sér óíþróttamannslega háttsemi eða háttsemi sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Að mati nefndarinnar er ljóst að nokkuð gekk á eftir umræddan leik og fyrir liggur að framganga þjálfara ÍBV í fagnaðarlátum fór á köflum út fyrir eðlileg mörk og fól í sér óíþróttamannslega háttsemi. Í greinargerð ÍBV er bent á að atvikum sé í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og því refsiverðan verknað. Slíkt hefur ekki verið staðhæft af öðrum aðilum málsins og tekur aganefnd fram að það er ekki á færi nefndarinnar að taka afstöðu til framangreinds. Aganefnd vekur þó athygli á, að í greinargerð ÍBV er viðurkennt að þjálfari ÍBV hafi klappað tvisvar „með vinalegum hætti“ í hægri mjöðm liðstjóra Vals. Liggur því fyrir að frásögn umrædds starfsmanns Vals fær að nokkru leyti stoð í greinargerð ÍBV. Hvað sem framangreindu líður er ljóst að aðilum ber í grundvallaratriðum ekki saman um málsatvik, hvað varðar samskipti þjálfara ÍBV og starfsmanns Vals að leik loknum. Stendur þar orð gegn orði. Bendir aganefnd á á að samkvæmt 20. gr. reglugerðar um agamál, er sönnunarfærsla í málum sem þessum bundin við greinargerðir aðila og þau gögn sem málsaðilar leggja fram fyrir nefndina. Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar getur nefndin gefið aðilum kost á munnlegum eða skriflegum málflutningi, ef mál eru alvarlegs eðlis og óskir berast um það frá viðkomandi aðilum. Aganefnd hefur ekki borist slík ósk. Er sú staða uppi í þessu máli að aganefnd hefur ekki önnur gögn að styðjast við en þau er þegar hefur verið gerð grein fyrir í úrskurði þessum, þ.e. greinargerðir aðila og skýrslu dómara. Þrátt fyrir trúverðuga frásögn starfsmanns Vals, er það mat aganefndar, á þessu stigi málsins, að gögn skorti til að aganefnd geti tekið afstöðu til þess hvað raunverulega gekk á í samskiptum þjálfara ÍBV og starfsmanns Vals í leikslok. Er þar sérstaklega áréttað að í málinu liggja ekki fyrir myndbandsupptökur af umræddu atviki eða lýsingar vitna og hvorki liggur fyrir skýrsla dómara né eftirlitsmanns vegna atviksins, en síðar greindu gögnin hafa í málum sem þessum verið talin hafa ríkt sönnunargildi. Þá skortir aganefnd heimildir til þess að rannsaka málsatvik frekar, svo sem með vitnaleiðslum. Í ljósi þess sem að framan er rakið og eðlis þeirra ásakana sem hér eru til umfjöllunar, telur nefndin sér ekki stætt að taka að svo stöddu afstöðu til þeirrar háttsemi sem þjálfara ÍBV er gefið að sök í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þ.e. að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Er þeim þætti málsins því vísað frá. Líkt og að framan greinir hefur þjálfari ÍBV gengist við því að hafa viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals, í kjölfar þess atgagns er varð við bekk Vals að leik loknum. Liggur því fyrir að þjálfarinn hefur með framangreindri háttsemi sýnt af sér ósæmilega framkomu og óíþróttamannslega háttsemi í skilningi VI. kafla reglugerðar um agamál. - - - Líkt og að framan er rakið er það niðurstaða aganefndar að þjálfari ÍBV hafi brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Er niðurstaða aganefndar að úrskurða þjálfarann í tveggja leikja bann vegna framangreindrar háttsemi. - - - Það athugast að í greinargerð ÍBV til aganefndar er vegið með ómálefnalegum hætti að framkvæmdastjóra HSÍ, handknattleiksdeild Vals og starfsfólki kvennaliðs Vals. Er þar m.a. látið að því liggja að Valur hafi hagsmuni af því að þjálfari ÍBV verði dæmdur í leikbann, að málið hafi verið sett fram í þeim tilgangi að klekkja á ÍBV og þjálfara liðsins auk þess sem staða framkvæmdastjóra HSÍ gagnvart þjálfara Vals hafi haft áhrif á málsmeðferð í þessu máli. Telur aganefnd slíkan málatilbúnað aðfinnsluverðan og handknattleiksdeild ÍBV síst til framdráttar. - - - Niðurstaða: Vísað er frá aganefnd ásökunum í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði Bragasyni er gefið að sök að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Vakin er athygli á að frávísun útilokar ekki að umrætt atvik verði tekið til meðferðar að nýju hjá aganefnd, berist aganefnd nýtt erindi á grundvelli reglugerðar um agamál, eftir atvikum á grundvelli nýrra gagna eða frekari upplýsinga um málsatvik sem aflað yrði frá þar til bærum aðilum. Sigurður Bragason er úrskurðaður í tveggja leikja bann, fyrir að hafa brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals.
Mál þetta lýtur að útilokun sem Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hlaut með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25. febrúar 2023. Dómarar hafa lagt það mat á atvikið, að brotið falli undir reglu 8:10 a) í leikreglum. Jafnframt barst aganefnd erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna þessa sama máls. Er það mat framkvæmdastjórans að hegðun Sigurðar eftir umræddan leik, feli í sér skýrt brot á grein 8:10 a) í leikreglum og 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Þar sem um sömu atburðarrás er að ræða tók aganefnd HSÍ, á fundi nefndarinnar þann 28. febrúar 2023, ákvörðun um að fjalla um bæði málin í einu lagi. Í samræmi við 20. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var handknattleiksdeild ÍBV og þjálfaranum þann 28. febrúar 2023 gefinn kostur á að skila inn skriflegri greinargerð vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ fyrir næsta fund aganefndar. Þann sama dag var jafnframt óskað eftir greinargerð frá handknattleiksdeild Vals. Greinargerðir frá félögunum og þjálfaranum bárust nefndinni þann 6. mars 2023. Lögmaður skilaði sameiginlegri greinargerð fyrir hönd handknattleiksdeildar ÍBV og þjálfarans. Félagið og þjálfarinn byggja að öllu leyti á sömu málsástæðum og verður hér eftir vísað til þeirrar greinargerðar sem greinargerð ÍBV. - - - Í skýrslu dómara sem barst aganefnd segir: „Að leik loknum þegar dómarar, eftirlitsmaður og starfsmenn á ritaraborði eru að ræða saman við ritaraborðið má sjá starfsmann A hjá ÍBV koma hlaupandi, framhjá ritaraborði, í átt að leikmönnum og starfsmönnum Vals sem voru að taka saman dótið sitt við sinn eigin varamannabekk. Starfsmaður A hjá ÍBV sýnir af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals með því að fagna inn í hópinn og framan í starfsmann A hjá Val með öskrum og mjög áberandi hætti [steyttur fagnandi hnefi]. Samkvæmt útsendingu er þetta ekki sjáanlegt þar sem myndavélin beinist að fögnuði leikmanna ÍBV og stuðningsmanna þeirra.“ Dómarar hafa lagt það mat á atvikið að um sé að ræða brot sem fellur undir grein 8.10 a) í leikreglum. Greinin kveður á um að refsa skuli fyrir grófa ódrengilega hegðun sem getur m.a. falið í sér móðgandi eða ógnandi hegðun gegn öðrum aðilum s.s. dómara, tímaverði, eftirlitsmanni, starfsmanni liðs o.fl. Þar sem atvikið átti sér stað utan leiks var ekki nauðsynlegt samkvæmt leikreglum HSÍ að dómari sýndi viðkomandi starfsmanni spjald, eins og byggt er á í greinargerð ÍBV. Samkvæmt ákvæði 16:11 í leikreglum ber dómurum að skila skriflegri skýrslu í málum sem þessum eftir að leik lýkur svo að til þess bærir aðilar geti ákveðið til hvaða viðurlaga skuli gripið. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ heimilt að vísa til aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkomu innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega. Í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar segir: „Þar kemur hann að liðstjóra Vals sem var að beygja sig niður til að taka saman dót Vals og slær hana tvisvar sinnum í rassinn. Við það atvik kallar leikmaður Vals […] að Sigurði og segir við hann að ekki sé við hæfi að slá […] í afturendann. Við þá athugasemd bregst Sigurður afar illa við og gefur viðkomandi miðfingurinn ásamt því að öskra á viðkomandi að „fokka sér!““ „Er það mat undirritaðs að ofangreind hegðun sé skýrt brot bæði á leikreglum HSÍ, grein 8:10 a) sem og 18. grein reglugerðar HSÍ um agamál þar sem um ósæmileg framkoma er að ræða sem skaðað getur verulega ímynd íþróttarinnar.“ Niðurstaða varðandi brot skv. 8:10 a) samkvæmt skýrslu dómara Ljóst er að með leikreglu 8:10 er lagt í mat dómara að flokka hegðun leikmanna og starfsmanna með tilliti til upplifunar sinnar á leikstað. Í staflið a) er tekið fram að móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila getur verið á munnlegu eða líkamlegu formi svo sem „andlitstjáning, bendingar, líkamstjáning eða líkamleg snerting“. Að mati aganefndar er það ekki hlutverk nefndarinnar að rengja eða hnekkja í úrskurðum sínum mati sérþjálfaðra dómara sem byggja ákvarðanir sínar á upplifun af atvikum af fyrstu hendi. Þótt atvikalýsing í skýrslu dómara hefði mátt vera skýrari, verður hér lagt til grundvallar að þjálfari ÍBV hafi brotið gegn umræddri reglu í kjölfar loka leiksins. Niðurstaða málsins á grundvelli VI. kafla reglugerðar HSÍ um agamál Í greinargerð handknattleiksdeildar ÍBV er byggt á því að vísa beri málinu frá vegna vanhæfis framkvæmdastjóra HSÍ og annmarka á málsmeðferð í aðdraganda málskotsins til aganefndar. Óhjákvæmilegt er að við beitingu 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál leggi stjórn eða framkvæmdastjóri HSÍ mat á eðli þeirra upplýsinga sem kemst til vitundar stjórnenda innan hreyfingarinnar m.t.t. þess hvort efni standi til að vísa málinu til aganefndar. Aganefnd er hins vegar sjálfstæð í störfum sínum og leggur mat á atvik á grundvelli þeirra gagna og greinargerða sem aflað er í hverju máli, þar með talið greinargerða aðila skv. 20. gr. reglugerðarinnar. Ekki eru því efni til að vísa málinu frá vegna meints vanhæfis framkvæmdastjóra HSÍ. Í greinargerð ÍBV er fundið að því að málið byggi alfarið á framburði leikmanna eða starfsmanna Vals og upplifun starfsmannsins. Í greinargerðinni er atvikalýsingu í erindi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar mótmælt sem rangri og tekið fram að þar sé meintri hegðun þjálfara ÍBV „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða.“ Í greinargerðinni er gerð grein fyrir afstöðu þjálfarans til atviksins: „Hann sló ekki liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn. Það sem gerist er að Sigurður fer til Valsmanna nokkru eftir leik að þakka þeim fyrir leikinn. Hann tekur í hendina á einum starfsmanna liðsins […] og þakkar honum fyrir leikinn. Við hliðina er umræddur liðsstjóri Vals og ætlar Sigurður að taka í hendina á honum og þakka honum en í sömu mund snýr liðsstjórinn sér við og beygir sig niður. Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri hendin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöð [sic], við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn.“ Þá er rakið í greinargerðinni að þjálfari ÍBV gengst við því að hafa viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals en ber því við að tilefnið hafi verið „aðdróttun sem hann taldi engan rétt eiga á sér“, þ.e. að hafa slegið starfsmanninn á rassinn. Hafi hann því snöggreiðst. Í greinargerð handknattleiksdeildar Vals kemur fram að félagið geri engar kröfur í málinu og að málsatvikalýsing í greinargerðinni byggi á frásögn liðsstjóra Vals í leiknum. Málavaxtalýsing í greinargerðinni er nákvæmari, en í grundvallaratriðum á sömu lund og birtist í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ. - - - VI. kafli reglugerðar HSÍ um agamál ber heitið Ósæmileg framkoma. Í kaflanum má finna ákvæði sem fela nefndinni að taka til skoðunar, samkvæmt ábendingu fyrirsvarsmanna HSÍ, atvik sem fela í sér óíþróttamannslega háttsemi eða háttsemi sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Að mati nefndarinnar er ljóst að nokkuð gekk á eftir umræddan leik og fyrir liggur að framganga þjálfara ÍBV í fagnaðarlátum fór á köflum út fyrir eðlileg mörk og fól í sér óíþróttamannslega háttsemi. Í greinargerð ÍBV er bent á að atvikum sé í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og því refsiverðan verknað. Slíkt hefur ekki verið staðhæft af öðrum aðilum málsins og tekur aganefnd fram að það er ekki á færi nefndarinnar að taka afstöðu til framangreinds. Aganefnd vekur þó athygli á, að í greinargerð ÍBV er viðurkennt að þjálfari ÍBV hafi klappað tvisvar „með vinalegum hætti“ í hægri mjöðm liðstjóra Vals. Liggur því fyrir að frásögn umrædds starfsmanns Vals fær að nokkru leyti stoð í greinargerð ÍBV. Hvað sem framangreindu líður er ljóst að aðilum ber í grundvallaratriðum ekki saman um málsatvik, hvað varðar samskipti þjálfara ÍBV og starfsmanns Vals að leik loknum. Stendur þar orð gegn orði. Bendir aganefnd á á að samkvæmt 20. gr. reglugerðar um agamál, er sönnunarfærsla í málum sem þessum bundin við greinargerðir aðila og þau gögn sem málsaðilar leggja fram fyrir nefndina. Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar getur nefndin gefið aðilum kost á munnlegum eða skriflegum málflutningi, ef mál eru alvarlegs eðlis og óskir berast um það frá viðkomandi aðilum. Aganefnd hefur ekki borist slík ósk. Er sú staða uppi í þessu máli að aganefnd hefur ekki önnur gögn að styðjast við en þau er þegar hefur verið gerð grein fyrir í úrskurði þessum, þ.e. greinargerðir aðila og skýrslu dómara. Þrátt fyrir trúverðuga frásögn starfsmanns Vals, er það mat aganefndar, á þessu stigi málsins, að gögn skorti til að aganefnd geti tekið afstöðu til þess hvað raunverulega gekk á í samskiptum þjálfara ÍBV og starfsmanns Vals í leikslok. Er þar sérstaklega áréttað að í málinu liggja ekki fyrir myndbandsupptökur af umræddu atviki eða lýsingar vitna og hvorki liggur fyrir skýrsla dómara né eftirlitsmanns vegna atviksins, en síðar greindu gögnin hafa í málum sem þessum verið talin hafa ríkt sönnunargildi. Þá skortir aganefnd heimildir til þess að rannsaka málsatvik frekar, svo sem með vitnaleiðslum. Í ljósi þess sem að framan er rakið og eðlis þeirra ásakana sem hér eru til umfjöllunar, telur nefndin sér ekki stætt að taka að svo stöddu afstöðu til þeirrar háttsemi sem þjálfara ÍBV er gefið að sök í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þ.e. að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Er þeim þætti málsins því vísað frá. Líkt og að framan greinir hefur þjálfari ÍBV gengist við því að hafa viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals, í kjölfar þess atgagns er varð við bekk Vals að leik loknum. Liggur því fyrir að þjálfarinn hefur með framangreindri háttsemi sýnt af sér ósæmilega framkomu og óíþróttamannslega háttsemi í skilningi VI. kafla reglugerðar um agamál. - - - Líkt og að framan er rakið er það niðurstaða aganefndar að þjálfari ÍBV hafi brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Er niðurstaða aganefndar að úrskurða þjálfarann í tveggja leikja bann vegna framangreindrar háttsemi. - - - Það athugast að í greinargerð ÍBV til aganefndar er vegið með ómálefnalegum hætti að framkvæmdastjóra HSÍ, handknattleiksdeild Vals og starfsfólki kvennaliðs Vals. Er þar m.a. látið að því liggja að Valur hafi hagsmuni af því að þjálfari ÍBV verði dæmdur í leikbann, að málið hafi verið sett fram í þeim tilgangi að klekkja á ÍBV og þjálfara liðsins auk þess sem staða framkvæmdastjóra HSÍ gagnvart þjálfara Vals hafi haft áhrif á málsmeðferð í þessu máli. Telur aganefnd slíkan málatilbúnað aðfinnsluverðan og handknattleiksdeild ÍBV síst til framdráttar. - - - Niðurstaða: Vísað er frá aganefnd ásökunum í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði Bragasyni er gefið að sök að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Vakin er athygli á að frávísun útilokar ekki að umrætt atvik verði tekið til meðferðar að nýju hjá aganefnd, berist aganefnd nýtt erindi á grundvelli reglugerðar um agamál, eftir atvikum á grundvelli nýrra gagna eða frekari upplýsinga um málsatvik sem aflað yrði frá þar til bærum aðilum. Sigurður Bragason er úrskurðaður í tveggja leikja bann, fyrir að hafa brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals.
Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn ÍBV Handbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira