Eyjakonur gáfu út tuttugu síðna leikskrá fyrir bikarúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 14:31 Valskonur unnu bikarinn í fyrra. Hér lyfta fyrirliðarnir Hildur Björnsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir bikarnum. Vísir/Hulda Margrét Undanúrslit Powerade-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en þetta verða fyrstu bikarúrslitin í Höllinni eftir kórónuveirufaraldurinn. Fyrri leikur kvöldsins er leikur Hauka og Vals sem hefst klukkan 18.00. Seinni leikurinn er síðan á milli ÍBV og Selfoss og hefst hann klukkan 20.15. ÍBV og Valur eru sigurstranglegri í þessum leikjum enda tvö langefstu lið Olís deildarinnar. Eyjakonur mæta Selfossi í Suðurlandsslag en ÍBV liðið hefur unnið sextán leiki í röð í deild (14) og bikar (2) eða alla leiki sína frá og með 20. október. Selfosskonur eru sex sætum neðar í töflunni og ÍBV vann síðasta leik liðanna með 21 marki, 40-21, en hann fór fram á Selfossi í janúar. ÍBV hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í ellefu ár (síðast 2012) og varð síðast bikarmeistari árið 2004 (35-32 sigur á Haukum). Selfosskonur hafa aldrei komist í bikarsúrslitaleik en síðast átti félag lið í úrslitaleiknum árið 1993 þegar karlarnir komust þangað í fyrsta og eina skiptið. Fyrri leikur kvöldsins er á milli frændliðanna Vals og Hauka. Valskonur hafa náð í tuttugu fleiri stig í deildinni í vetur og eru fjórum sætum ofar. Valsliðið hefur unnið alla þrjá innbyrðis leiki liðanna í deildinni á þessari leiktíð en þann síðasta í febrúar þó aðeins með einu marki, 27-26. Í raun hefur munurinn alltaf minnkað með hverjum leik. Valur vann fyrsta leikinn með fimmtán mörkum í september (37-22), þá með átta mörkum (34-26) í nóvemberlok og loks með einu marki á heimavelli (27-26) fyrir rúmum mánuði. Valskonur eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa unnið hann alls átta sinnum þar af tvisvar á síðustu fjórum árum. Haukakonur komust síðast í bikarúrslitaleikinn árið 2018 og unnu bikarinn síðast árið 2007 þá í fjórða skiptið. Eyjakonur gáfu út tuttugu síðna leikskrá fyrir bikarúrslitin þar sem má meðal annars finna viðtal við fyrirliðann Sunnu Jónsdóttur, markvörðinn Mörtu Wawrzynkowsku og Vigdísi Sigurðardóttur sem er fyrrum tvöfaldur bikarmeistari með ÍBV. Það er hægt að nálgast hana hér. Haukar hituðu líka upp fyrir bikarúrslitin á Youtube síðu sinni en þáttinn má finna hér fyrir neðan. Powerade-bikarinn Valur Haukar ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Fyrri leikur kvöldsins er leikur Hauka og Vals sem hefst klukkan 18.00. Seinni leikurinn er síðan á milli ÍBV og Selfoss og hefst hann klukkan 20.15. ÍBV og Valur eru sigurstranglegri í þessum leikjum enda tvö langefstu lið Olís deildarinnar. Eyjakonur mæta Selfossi í Suðurlandsslag en ÍBV liðið hefur unnið sextán leiki í röð í deild (14) og bikar (2) eða alla leiki sína frá og með 20. október. Selfosskonur eru sex sætum neðar í töflunni og ÍBV vann síðasta leik liðanna með 21 marki, 40-21, en hann fór fram á Selfossi í janúar. ÍBV hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í ellefu ár (síðast 2012) og varð síðast bikarmeistari árið 2004 (35-32 sigur á Haukum). Selfosskonur hafa aldrei komist í bikarsúrslitaleik en síðast átti félag lið í úrslitaleiknum árið 1993 þegar karlarnir komust þangað í fyrsta og eina skiptið. Fyrri leikur kvöldsins er á milli frændliðanna Vals og Hauka. Valskonur hafa náð í tuttugu fleiri stig í deildinni í vetur og eru fjórum sætum ofar. Valsliðið hefur unnið alla þrjá innbyrðis leiki liðanna í deildinni á þessari leiktíð en þann síðasta í febrúar þó aðeins með einu marki, 27-26. Í raun hefur munurinn alltaf minnkað með hverjum leik. Valur vann fyrsta leikinn með fimmtán mörkum í september (37-22), þá með átta mörkum (34-26) í nóvemberlok og loks með einu marki á heimavelli (27-26) fyrir rúmum mánuði. Valskonur eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa unnið hann alls átta sinnum þar af tvisvar á síðustu fjórum árum. Haukakonur komust síðast í bikarúrslitaleikinn árið 2018 og unnu bikarinn síðast árið 2007 þá í fjórða skiptið. Eyjakonur gáfu út tuttugu síðna leikskrá fyrir bikarúrslitin þar sem má meðal annars finna viðtal við fyrirliðann Sunnu Jónsdóttur, markvörðinn Mörtu Wawrzynkowsku og Vigdísi Sigurðardóttur sem er fyrrum tvöfaldur bikarmeistari með ÍBV. Það er hægt að nálgast hana hér. Haukar hituðu líka upp fyrir bikarúrslitin á Youtube síðu sinni en þáttinn má finna hér fyrir neðan.
Powerade-bikarinn Valur Haukar ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira