Íslensku stelpurnar mætast í sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2024 11:00 Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eiga saman sautján bestu köst Íslandssögunnar. Samsett/@gudrunkaritas og @elisabet0 Íslensku frjálsíþróttakonurnar Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir eru að byrja tímabilið vel og það verður skemmtilegt einvígi þeirra á milli á Skírdag. Guðrún Karítas margbætti Íslandsmetið í lóðkasti í vetur og byrjaði utanhússtímabilið á því að bæta sig í sleggjukasti með því að kasta 67,01 metra á fyrsta móti. Hún var þarna að bæta sinn persónulega árangur um tvo metra. Guðrún hafði kastað lengst áður 65,42 metra. Þetta þýðir að Ísland á tvær efstu stelpurnar á afrekalista bandarísku háskólanna á tímabilinu. Í fyrsta sætinu er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem byrjaði sitt utanhússtímabil á því að kasta 69,11 metra. Þar bætti Elísabet Íslandsmet sitt um meira en tvo metra með mögnuðu kasti. Gamla Íslandsmet Elísabetar frá því í júní fyrra var upp á 66,98 metra. Guðrún Karítas kastaði því yfir gamla Íslandsmetinu á sínu fyrsta móti. Elísabet Rut og Guðrún Karítas eiga nú saman sautján lengstu sleggjuköst Íslandssögunnar. Elísabet Rut á sjö af tíu bestu köstunum en Guðrún á nú það næstbesta og þrjú af lengstu tíu. Svo skemmtilega vill til að íslensku stelpurnar mætast á Texas Relays móti í Austin í Texas á fimmtudaginn. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og nemi við Virginia Commonwealth háskólann. Elísabet Rut er líka 21 árs gömul og nemi við Texas State háskólann. Skólarnir keppa báðir á þessu móti. Það verður fróðlegt hvort að einvígi þessa öflugu íslensku kastara kalli jafnvel fram enn betri árangur en þær hafa náð til þessa. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Guðrún Karítas margbætti Íslandsmetið í lóðkasti í vetur og byrjaði utanhússtímabilið á því að bæta sig í sleggjukasti með því að kasta 67,01 metra á fyrsta móti. Hún var þarna að bæta sinn persónulega árangur um tvo metra. Guðrún hafði kastað lengst áður 65,42 metra. Þetta þýðir að Ísland á tvær efstu stelpurnar á afrekalista bandarísku háskólanna á tímabilinu. Í fyrsta sætinu er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem byrjaði sitt utanhússtímabil á því að kasta 69,11 metra. Þar bætti Elísabet Íslandsmet sitt um meira en tvo metra með mögnuðu kasti. Gamla Íslandsmet Elísabetar frá því í júní fyrra var upp á 66,98 metra. Guðrún Karítas kastaði því yfir gamla Íslandsmetinu á sínu fyrsta móti. Elísabet Rut og Guðrún Karítas eiga nú saman sautján lengstu sleggjuköst Íslandssögunnar. Elísabet Rut á sjö af tíu bestu köstunum en Guðrún á nú það næstbesta og þrjú af lengstu tíu. Svo skemmtilega vill til að íslensku stelpurnar mætast á Texas Relays móti í Austin í Texas á fimmtudaginn. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og nemi við Virginia Commonwealth háskólann. Elísabet Rut er líka 21 árs gömul og nemi við Texas State háskólann. Skólarnir keppa báðir á þessu móti. Það verður fróðlegt hvort að einvígi þessa öflugu íslensku kastara kalli jafnvel fram enn betri árangur en þær hafa náð til þessa.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira