Handbolti

„Langar svo­lítið að setja punktinn aftan við þetta mót“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir ásamt Steinunni Björnsdóttur. Þórey hefur að líkindum spilað sinn síðasta leik. Steinunn kveðst ætla að hugsa málið yfir hátíðarnar.
Þórey Rósa Stefánsdóttir ásamt Steinunni Björnsdóttur. Þórey hefur að líkindum spilað sinn síðasta leik. Steinunn kveðst ætla að hugsa málið yfir hátíðarnar. Vísir/Hulda Margrét

Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild.

Þórey Rósa var að vonum svekkt eftir tap Íslands fyrir Þýskalandi í kvöld en einnig stolt af liðinu eftir fyrsta Evrópumótið í tólf ár.

Hún staðfesti í viðtali eftir leik að tap kvöldsins fyrir Þýskalandi hefði að líkindum verið hennar síðasti fyrir Íslands hönd.

„Mig langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót. Þannig að, já, það gæti verið. Mjög líklega,“ sagði Þórey Rósa eftir leik, aðspurð um hvort þessi leikur hefði verið hennar síðasti.

Þórey Rósa hefur spilað með landsliðinu í um 14 ár og fór með liðinu á HM 2011, EM 2012, HM 2023 og nú EM 2024.

Þórey kveðst stolt af því sem íslenska liðið gerði á þessu móti.

„Við stóðum fyrir liðsheild. Við stóðum fyrir útgeislun og stóðum okkur frábærlega vel á þessu móti. Auðvitað hefði ég viljað fara áfram úr því sem komið var. En ef ég geri upp mótið náðum við fram alveg helling og margt að byggja á,“ segir Þórey Rósa.

Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×