Kristófer Már Maronsson Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Skoðun 27.11.2024 11:31 Skynsemishyggja Miðflokksins hvarf hratt Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skoðun 28.9.2024 16:32 Ísland: Landið sem unga fólkið flykkist til Í gær birtist á Vísi áhugaverð grein eftir mann sem kennir sig við nýstofnaða ungliðahreyfingu Miðflokksins og heldur því fram að unga fólkið flýi Ísland. Það er ekki óalgengt að halda að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. Það er þó ekki alltaf raunin þegar yfir er komið. Skoðun 24.9.2024 13:31 „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. Skoðun 11.9.2024 20:02 Gögn sem ekki er hægt að TReysta Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð. Skoðun 11.9.2024 18:33 Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Þingmaður og verkalýðsforingi birtu 1500 orða grein í gær sem ber nafnið „Við mótmælum…”. Greinin byrjar á að reyna að færa lesendur í spor einstæðrar móður á örorkubótum sem hefur náð að eignast íbúð, var með fasta vexti í nokkur ár en nú hefur greiðslubyrði hennar meira en tvöfaldast. Skoðun 10.9.2024 14:33 Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Skoðun 22.11.2023 09:30 Lægstu barnabætur aldarinnar? Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla. Skoðun 21.9.2023 07:30 Bölvun íslensku perlunnar 20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Skoðun 15.9.2023 14:01 Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Skoðun 25.8.2023 14:01 Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Skoðun 10.8.2023 14:30 Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Skoðun 28.6.2023 07:30 Lífeyrismál unga fólksins Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. Skoðun 29.3.2023 08:01 Í upphafi skyldi endinn skoða „Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Skoðun 28.3.2023 07:30 Ert þú 1 af 5? Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Skoðun 22.3.2023 14:33 Útfærsla á atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Kjaradeila Eflingar og SA hefur líklega ekki farið fram hjá neinum undanfarnar vikur og má gera ráð fyrir því að hún sé vinsælt umræðuefni á kaffistofum landsins. Formaður Eflingar barði sér reglulega á brjóst fyrir skömmu að vera lýðræðislega kjörin og hélt greinilega mikið upp á lýðræðið þangað til nýlega. Skoðun 14.2.2023 08:30 Óheppileg tímasetning? Að öllu jöfnu höfum við sjálfstæðismenn tækifæri til þess að koma saman á tveggja ára fresti til þess að leggja kjörnum fulltrúum okkar línurnar á landsfundi. Á landsfundi gefst flokksmönnum, óháð efnahag og stöðu í samfélaginu, tækifæri til að álykta um málefni og kjósa forystu svo fátt eitt sé nefnt. Skoðun 3.11.2022 09:01 Formaður SGS kallar eftir hærri verðbólgu 50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst. Skoðun 1.7.2022 09:30 Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Skoðun 26.8.2021 11:01 Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Skoðun 24.3.2021 07:01 Misskilningur hjá Menntasjóði námsmanna Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð. Skoðun 10.2.2021 11:30 Andstæðingar skattaundanskota óskast í þingsal „Reykjavík er okkar, já hún er okkar. Reykjavík er okkar, já hún er okkar.“ Skoðun 23.12.2016 16:07 SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Skoðun 21.10.2016 09:00 Bannlisti háskólanemans Skoðun 15.5.2016 09:00
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Skoðun 27.11.2024 11:31
Skynsemishyggja Miðflokksins hvarf hratt Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skoðun 28.9.2024 16:32
Ísland: Landið sem unga fólkið flykkist til Í gær birtist á Vísi áhugaverð grein eftir mann sem kennir sig við nýstofnaða ungliðahreyfingu Miðflokksins og heldur því fram að unga fólkið flýi Ísland. Það er ekki óalgengt að halda að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. Það er þó ekki alltaf raunin þegar yfir er komið. Skoðun 24.9.2024 13:31
„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. Skoðun 11.9.2024 20:02
Gögn sem ekki er hægt að TReysta Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð. Skoðun 11.9.2024 18:33
Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Þingmaður og verkalýðsforingi birtu 1500 orða grein í gær sem ber nafnið „Við mótmælum…”. Greinin byrjar á að reyna að færa lesendur í spor einstæðrar móður á örorkubótum sem hefur náð að eignast íbúð, var með fasta vexti í nokkur ár en nú hefur greiðslubyrði hennar meira en tvöfaldast. Skoðun 10.9.2024 14:33
Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Skoðun 22.11.2023 09:30
Lægstu barnabætur aldarinnar? Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla. Skoðun 21.9.2023 07:30
Bölvun íslensku perlunnar 20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Skoðun 15.9.2023 14:01
Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Skoðun 25.8.2023 14:01
Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Skoðun 10.8.2023 14:30
Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Skoðun 28.6.2023 07:30
Lífeyrismál unga fólksins Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. Skoðun 29.3.2023 08:01
Í upphafi skyldi endinn skoða „Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Skoðun 28.3.2023 07:30
Ert þú 1 af 5? Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Skoðun 22.3.2023 14:33
Útfærsla á atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Kjaradeila Eflingar og SA hefur líklega ekki farið fram hjá neinum undanfarnar vikur og má gera ráð fyrir því að hún sé vinsælt umræðuefni á kaffistofum landsins. Formaður Eflingar barði sér reglulega á brjóst fyrir skömmu að vera lýðræðislega kjörin og hélt greinilega mikið upp á lýðræðið þangað til nýlega. Skoðun 14.2.2023 08:30
Óheppileg tímasetning? Að öllu jöfnu höfum við sjálfstæðismenn tækifæri til þess að koma saman á tveggja ára fresti til þess að leggja kjörnum fulltrúum okkar línurnar á landsfundi. Á landsfundi gefst flokksmönnum, óháð efnahag og stöðu í samfélaginu, tækifæri til að álykta um málefni og kjósa forystu svo fátt eitt sé nefnt. Skoðun 3.11.2022 09:01
Formaður SGS kallar eftir hærri verðbólgu 50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst. Skoðun 1.7.2022 09:30
Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Skoðun 26.8.2021 11:01
Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Skoðun 24.3.2021 07:01
Misskilningur hjá Menntasjóði námsmanna Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð. Skoðun 10.2.2021 11:30
Andstæðingar skattaundanskota óskast í þingsal „Reykjavík er okkar, já hún er okkar. Reykjavík er okkar, já hún er okkar.“ Skoðun 23.12.2016 16:07
SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Skoðun 21.10.2016 09:00