Viðskipti innlent

Engar pappa­skeiðar með skyri frá MS í Hollandi

Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við.

Viðskipti innlent

Swapp Agen­cy nú með starf­semi á öllum Norður­löndum

Íslenska fyrirtækið Swapp Agency, sem býður fyrirtækjum lausn við að halda utan um starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum og greiða því sem launþegum, hefur nú hafið starfsemi í Noregi. Fyrirtækið er því komið með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en fyrirtækið hafði áður hafið starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku auk Íslands og Færeyja.

Viðskipti innlent

Ramma­gerðin kaupir Glófa

Eigendur Rammagerðarinnar hafa keypt allt hlutafé ullarvöruframleiðandans Glófa ehf. Fyrirtækið var áður í eigu Páls Kr. Pálssonar og Helgu Lísu Þórðardóttur. Páll er einnig framkvæmdastjóri félagsins og mun hann halda starfi sínu þar áfram.

Viðskipti innlent

Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar

Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri.

Viðskipti innlent

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent

Magnús skákar Árna Oddi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021.

Viðskipti innlent

Stytta af­greiðslu­tímann í Árbæ vegna mann­eklu

Afgreiðslutími líkamsræktarstöðvar World Class í Árbæ mun styttast frá og með í næstu viku. Mun stöðin loka klukkan 20 á virkum dögum í stað klukkan 22 og klukkan 13 á laugardögum í stað klukkan 16. Þá verður stöðin lokuð á sunnudögum en var áður opin til klukkan 13 þá daga.

Viðskipti innlent

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent