Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. október 2013 18:08 Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira